
SSNE leitar að öflugum verkefnastjóra
Leitað er að öflugum verkefnastjóra í teymi atvinnuþróunar og nýsköpunar hjá SSNE. Um fullt starf er að ræða og gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni
Verkefnastýring stærri og minni verkefna sem tengjast verksviði SSNE.
Upplýsinga- og kynningarmál.
Stefnumótun og áætlanagerð í tengslum við sóknaráætlun.
Ráðgjöf, upplýsingagjöf og stuðningur við frumkvöðla.
Umsjón, samskipti og ráðgjöf varðandi uppbyggingarsjóð.
Samskipti og samstarf við hagaðila.
Vinna við áhersluverkefni og innviðagreiningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi (BA, BS, B.ed eða sambærilegt) .
Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
Þekking og reynsla af upplýsinga- og kynningarmálum kostur.
Reynsla af ráðgjöf er kostur.
Góð þekking á atvinnulífi svæðisins er kostur.
Mikil hæfni í samskiptum og tengslamyndun.
Sjálfstæði, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
Mjög góð færni í íslensku og ensku.
Góð almenn tölvukunnátta.
Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2022
Sótt er um á www.mognum.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is hjá Mögnum.
Markmið með starfsemi SSNE er að efla Norðurland eystra sem eftirsótt til búsetu og atvinnu. SSNE skal vera sterkur bakhjarl aðildarsveitarfélaga í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að góðu mannlífi, lifandi menningarlífi og öflugri atvinnustarfsemi á starfssvæðinu. Hlutverk SSNE er að þjónusta sveitarstjórnir og atvinnulíf á starfssvæði landshlutasamtakanna til að ná framangreindum markmiðum.
Starfsstöðvar SSNE eru á Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn og í Ólafsfirði.
09.09.2022