Þrettán fjölbreyttar umsóknir bárust í hugmyndasamkeppnina, sem jafnframt var upphaf á nýrri hringrás nýsköpunarsstarfs hjá Norðanátt og voru sex teymi valin af dómnefnd til að kynna verkefni sín á lokaviðburðinum. María Dís Ólafsdóttir lífverkfræðingur og framkvæmdastjóri AMC ehf bar sigur úr býtum.
Á mánudaginn lauk framlengdum frest Orkusjóðs til umsókna fyrir styrki til kaupa á, og uppsetningu hleðslustöðva en mikill skortur er á slíkum stöðvum fyrir almenning austan Vaðlaheiðar.
Lokaráðstefna alþjóðlega verkefnisins "Konur gára vatnið" var haldin í Hofi í síðustu viku þar sem SSNE og fleiri fulltrúar fyrirtækja og stofnana á svæðinu tóku þátt í umræðum og verkefnavinnu. Verkefnið beinist að úrræðum fyrir konur sem búa við tvíþætta mismunun og valdeflingu þeirra í víðum skilningi.
Lengi hefur SSNE þrýst á ráðherra umhverfismála að leggja sóknaráætlun landshlutans til fjármagn í takt við auknar áherslur á umhverfismál og er þetta fyrsta skrefið í þá átt þótt styrkurinn sé eingöngu gerður til eins árs.
Innviðaráðherra úthlutaði nýverið 35 m.kr. til fjarvinnustöðva á grundvelli aðgerðar B.8 í stefnumótandi byggðaáætlun með það að markmiði að koma opinberum gögnum á stafrænt form og fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.