Fara í efni

Aðgerðaráætlun ferðaþjónustu til 2030 – vilt þú hafa áhrif?

Aðgerðaráætlun ferðaþjónustu til 2030 – vilt þú hafa áhrif?

Eitt af verkefnum í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er að vinna aðgerðaráætlun á grundvelli framtíðarsýnar ferðaþjónustu til 2030.

Í maí 2023 skipaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, sjö starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum í aðgerðaáætlun fyrir ferðaþjónustustefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2024.

Miðað er við að hóparnir hafi víðtækt samráð við ferðaþjónustuna og aðra haghafa og skili fyrstu drögum að aðgerðum fyrir 15. október 2023. Þær tillögur fara í opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda. Haldnir verða opnir umræðu- og kynningarfundir um vinnuna í öllum landshlutum í haust. Hóparnir skila lokatillögum til stýrihóps fyrir 15. desember 2023 sem samræmir aðgerðir í heildstæða aðgerðaáætlun og skilar til ráðherra.

Vilt þú hafa áhrif? Hægt er að senda inn athugasemdir á síðunni: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/ferdathjonusta/ferdamalastefna/

Getum við bætt síðuna?