Fara í efni

Tækniþróunarsjóður og skattfrádráttur vegna sérfræðinga, rannsókna og þróunar

Tækniþróunarsjóður og skattfrádráttur vegna sérfræðinga, rannsókna og þróunar

Stuðningskerfi líkt og Tækniþróunarsjóður og endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði skiptir sköpum fyrir starfsumhverfi verðandi og starfandi fyrirtækja, háskóla og frumkvöðla hér á landi, enda fjárfesting ekki bara í nýsköpun heldur störfum, fólki og hagvexti.

Rannís og SSNE bjóða upp á kynningarfund 30. ágúst sem nýtist bæði þeim sem stefna á að sækja um í haust sem og þeim sem stefna á að skrifa umsóknir í vetur og sækja um að vori. Á heimasíðu Rannís má finna nánari upplýsingar um fjölbreytta styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs.

Tilgangur skattfrádráttar á kostnaði vegna rannsóknar- og þróunarverkefna starfandi fyrirtækja er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.

Tilgangur skattfrádráttar vegna erlendra sérfræðinga er að laða að erlenda sérfræðinga sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til starfa hér á landi og með því að gera fyrirtækjum auðveldara fyrir að fá til sín slíka aðila svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi. Hér er ekki hvað síst átt við íslensk tækni- og rannsóknarfyrirtæki og háskólasamfélagið. Þannig laða skattalegir hvatar til landsins sérfræðinga s.s. í rannsóknum og þróun, nýsköpun, framleiðslu, stjórnun, skipulagningu, markaðssetningu, verkfræði, fjármálum, upplýsingatækni, samskiptatækni og kennslu, svo eitthvað sé nefnt.

Hér skráir þú þig á kynningarfundinn

Viðburðarupplýsingar má jafnframt finna á fésbókinni.

Getum við bætt síðuna?