Umsóknarfrestur fyrir Frumkvæðissjóð Brothættra byggða II vegna verkefnanna "Raufarhöfn og framtíðin" og "Öxarfjörður í sókn" rann út 5. maí sl. Alls bárust 18 umsóknir, þar af 10 vegna verkefnisins á Raufarhöfn og 8 vegna verkefnisins í Öxarfirði. Heildarupphæð umsókna hljóðaði upp á ríflega 40,5 milljónir króna, en til úthlutunar eru um 24,7 milljónir króna.