Fara í efni

Sveitarfélögin í forystu - Umhverfismál á Norðurlandi

Sveitarfélögin í forystu - Umhverfismál á Norðurlandi

Föstudaginn 23. maí verður morgunfundur grænna skrefa SSNE haldinn í Múlabergi á Hótel KEA. Umhverfisráðherra opnar fundinn, en fundurinn er samstarfsverkefni SSNE, SSNV og Norræna Svansmerkisins. Að auki taka LOFTUM skólinn og Samband íslenskra sveitarfélaga þátt.

Boðið verður upp á kaffi og með því og í lok fundarins verður stutt vinnustofa fyrir alla þátttakendur. Hvatt er til að koma og taka þátt á staðnum en einnig verður hægt að taka þátt í gegnum Teams. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku svo hægt sé að áætla fjölda og veitingar, skráning fer fram hér.

Fundurinn er öllum opinn en efnistök miðast að umhverfisstarfi sveitarfélaga. Hér má finna viðburðinn á Facebook. 

Getum við bætt síðuna?