Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Pistill framkvæmdastjóra - sumar

Sumarið hefur sannarlega leikið við okkur fram að þessu á Norðurlandi eystra og hefur þetta yndislega sumarveður glatt okkur hjá SSNE eins og vonandi ykkur hin. Nú fer starfsfólk okkar að týnast í sumarfrí hvert á fætur öðru, enda mikilvægt að safna orku fyrir verkefni haustsins.

Fræðsluefni fyrir verðandi rafbílaeigendur

Norræna ráðherranefndin hefur stutt við gerð fræðsluefnis um rafbílaeign og rekstur, sem og fræðsluefnis um hvað þarf að hafa í huga þegar settar eru upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Gerð fræðsluefnisins er einn liður í verkefninu Hraðari rafvæðing vegasamgangna á Norðurlöndum.

Heimsókn til Grímseyjar

Anna Lind og Díana verkefnastjórar SSNE heimsóttu Grímsey á dögunum. Sólin skein og veðrið lék við eyjaskeggja og ferðamenn.

Átta norðlensk verkefni hlutu styrk úr Lóunni

Úthlutun Lóunnar – styrkja til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni var úthlutað í gær. Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra.

Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra

SSNE er að hefja undirbúning áhersluverkefnis Sóknaráætlunar Norðurlands eystra sem snýr að því að fá auknar fjárfestingar í landshlutanum.
Grásleppan 2023. Myndirnar tók Tinna Magnúsdóttir.

Viðburðaríkt sumar á Bakkafirði

Það stefnir í einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt sumar á Bakkafirði í ár.

Fundur Samráðsvettvangs Norðurlands eystra

12. júní var haldin fundur Samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Markmið Samráðsvettvangsins er að stuðla að því að ólíkar raddir frá ólíkum hópum og svæðum innan landshlutans hafi áhrif á Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Úthlutunum úr Uppbyggingarsjóði flýtt

Stjórn SSNE hefur samþykkt breytingar á verklagi í kringum Uppbyggingarsjóð, ein af þeim breytingum sem var samþykkt er að flýta ferli sjóðsins. Þannig má gera ráð fyrir því að sjóðurinn opni í september og að ferlinu sé lokið og úthlutað í desember.

Tillaga um stofnun þróunarfélags um líforkugarða á Dysnesi

Starfsfólk SSNE og Vistorku hafa unnið ötullega að undirbúningi fyrsta fasa líforkuvers undanfarna mánuði með stuðningi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og voru niðurstöður þeirrar vinnu kynntar á Teams-fundi með sveitarstjórnarfólki þann 9. júní síðastliðinn. Á fundinum var sveitarfélögum svæðisins boðið að taka þátt í stofnun þróunarfélags um áframhald verkefnisins og var formlegt boð þess efnis sent á sveitarstjórnir á Norðurlandi eystra.

Vinna við aðgerðaráætlun ferðaþjónustunnar hafin

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hefur skipað sjö starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar um á vorþingi 2024.
Getum við bætt síðuna?