Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Skrifstofa SSNE á Akureyri lokuð í dag og á morgun

Skrifstofa SSNE í Hafnarstræti 91 á Akureyri er lokuð í dag og á morgun, en búast má við nánari upplýsingum síðar í vikunni. Starfsfólk er í fjarvinnu og hægt að nálgast það í síma og tölvupósti.

Góðir gestir frá Runavik

Sveitarstjórn Runavíkur í Færeyjum er í heimsókn á Norðurlandi eystra þessa dagana ásamt Höllu Nolsøe Poulsen sendikvinnu Færeyja á Íslandi.
Hér má líta kjarnakonurnar Aðalheiði Eysteinsdóttur, Brák Jónsdóttur og frú Elizu Reid. Myndin var fengin að láni af facebooksíðu Listahátíðar í Reykjavík.

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði er framúrskarandi á landsvísu, enda valið sem handhafi Eyrarrósarinnar árið 2023. Við óskum listakonunni Aðalheiði Eysteinsdóttur og hennar fólki, innilega til hamingju með þessa viðurkenningu á hennar mikilvæga starfi og framlagi til listarinnar og samfélagsins.

Pistill framkvæmdastjóra - Apríl 2023

Ég veit ekki með ykkur, en hjá okkur var svo mikið um að vera í apríl að mánuðinum var hreinlega lokið áður en hann byrjaði. Hluti af ástæðunni er auðvitað páskafríið og vor í lofti, en hjá okkur var það líka Ársþing SSNE sem haldið var á Siglufirði 14.-15. apríl.

Vinnur þú á Akureyri en býrð í nærsveitum?

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) leitar eftir þátttakendum í rannsókn. Þátttakendur þurfa að búa í nærsveitum Akureyrar og sækja vinnu á Akureyri. Rannsóknin snýst um fjarvinnu og mögulegar breytingar þar á í kjölfar Covid og áhrif þess á vegakerfið, rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Þátttakendum er boðið að skrá sig í gjafaleik þar sem 10.000 kr. gjafabréf frá Landsbankanum er í boði.

Félagsmiðstöð í skýjunum

Nú er hafin vinna við þróun félagsmiðstöðvar í skýjunum, Ásgarður ráðgjafarþjónusta í samvinnu og samstarfi við Skóla í skýjunum leiða verkefnið sem styrkt er af Vestfjarðarstofu og SSNE. Nemendur úr Skóla í skýjunum stofnuðu félagsmiðstöð sem nemendaverkefni og fengu félagsmiðstöðina viðurkennda sem aðili að SAMFÉS. Til þess að fylgja því verkefni áfram var ákveðið að sækjast eftir styrkjum til þess að gera félagsmiðstöðina í skýjunum að raunhæfum valkosti fyrir öll ungmenni á Íslandi!

Hjólað í vinnuna hefst 3. maí

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“.

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar

Þátttakendur í samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra hefur beina aðkomu að gerð Sóknaráætlunar fyrir landshlutann, en samráðsvettvangurinn var virkjaður á síðasta ári í fyrsta sinn. Með samráðsvettvanginum er stuðlað að því að ólíkar raddir frá ólíkum hópum og svæðum landshlutans hafi áhrif á Sóknaráætlunina sem SSNE starfar eftir.
Grunnskóli Fjallabyggðar tekur við verðlaunagripnum.

Frábærlega vel heppnaður Fiðringur í Hofi

Það var rífandi stemning í Hofi á úrslitakvöldi Fiðrings, á þriðjudagskvöldið 25. apríl þegar 8 grunnskólar á starfsvæði SSNE kepptu til úrslita og leyfðu hæfileikum sínum að skína. Nemendurnir sömdu atriðin sín sjálfir og með stuðningi leiðbeinenda sinna sáu þau sjálf um tæknina, búninga, förðun, textaskrif, útfærslu og dansinn. Miklar æfingar liggja að baki uppsetningunum og á úrslitakvöldinu voru ríflega 120 nemendur sem stóðu á sviðinu.

SAF birtir nýtt mælaborð fyrir ferðaþjónustu

Í mælaborðinu má finna ýmis gögn um umsvif ferðaþjónustu í nærsveitarfélaginu. Þar eru meðal annars gögn um atvinnutekjur, skatttekjur sveitarfélaga, framboð og nýtingu gistirýmis og afkomu ferðaþjónustufyrirtækja eftir landshlutum.
Getum við bætt síðuna?