Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Náms- og kynnisferð til Noregs

Þrír starfsmenn SSNE tók þátt í náms- og kynnisferð ferð Byggðastofnunar og sjö landshlutasamtaka til Noregs í maí, með í ferðinni voru einnig fulltrúar innviðaráðuneytisins og byggðamálaráðs. Heimsóknir hópsins voru mjög fjölbreyttar en í grunnin eru Norðmenn að kljást við mikið af sömu áskorunum og Ísland. Nordic innovation var heimsótt í Osó en svo var haldið til Þrándheims þar sem ráðstefna var haldin með fylkinu og NTNU háskólinn var heimsóttur.

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi send til samþykkis

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 hefur verið send á sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE til samþykkis. Sveitarfélögin á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa unnið sameiginlega að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Úthlutanir úr ýmsum sjóðum

Þessa dagana er verið að úthluta úr ýmsum sjóðum á landsvísu, en eitt af því sem SSNE gerir er að rýna úthlutanir til þess að skoða hlutfall þess sem er að koma inn á Norðurland eystra. Á rúmlega viku hefur verið úthlutað úr fjórum sjóðum.

Kistan - Atvinnu- og nýsköpunarsetur opnar á Þórshöfn

Þann 16. maí síðastliðinn opnaði Kistan, atvinnu- og nýsköpunarsetur á Þórshöfn, en Kistan er í eigu Langanesbyggðar og hefur það markmið að mynda á Þórshöfn metnaðarfullt samfélag stofnana, fyrirtækja og frumkvöðla undir einu þaki. Kistan er staðsett í Kistufelli sem eitt sinn hýsti Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis.

Skrifstofa SSNE á Akureyri lokuð í dag og á morgun

Skrifstofa SSNE í Hafnarstræti 91 á Akureyri er lokuð í dag og á morgun, en búast má við nánari upplýsingum síðar í vikunni. Starfsfólk er í fjarvinnu og hægt að nálgast það í síma og tölvupósti.

Góðir gestir frá Runavik

Sveitarstjórn Runavíkur í Færeyjum er í heimsókn á Norðurlandi eystra þessa dagana ásamt Höllu Nolsøe Poulsen sendikvinnu Færeyja á Íslandi.
Hér má líta kjarnakonurnar Aðalheiði Eysteinsdóttur, Brák Jónsdóttur og frú Elizu Reid. Myndin var fengin að láni af facebooksíðu Listahátíðar í Reykjavík.

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði er framúrskarandi á landsvísu, enda valið sem handhafi Eyrarrósarinnar árið 2023. Við óskum listakonunni Aðalheiði Eysteinsdóttur og hennar fólki, innilega til hamingju með þessa viðurkenningu á hennar mikilvæga starfi og framlagi til listarinnar og samfélagsins.

Pistill framkvæmdastjóra - Apríl 2023

Ég veit ekki með ykkur, en hjá okkur var svo mikið um að vera í apríl að mánuðinum var hreinlega lokið áður en hann byrjaði. Hluti af ástæðunni er auðvitað páskafríið og vor í lofti, en hjá okkur var það líka Ársþing SSNE sem haldið var á Siglufirði 14.-15. apríl.

Vinnur þú á Akureyri en býrð í nærsveitum?

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) leitar eftir þátttakendum í rannsókn. Þátttakendur þurfa að búa í nærsveitum Akureyrar og sækja vinnu á Akureyri. Rannsóknin snýst um fjarvinnu og mögulegar breytingar þar á í kjölfar Covid og áhrif þess á vegakerfið, rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Þátttakendum er boðið að skrá sig í gjafaleik þar sem 10.000 kr. gjafabréf frá Landsbankanum er í boði.
Getum við bætt síðuna?