Fara í efni

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi send til samþykkis

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi send til samþykkis

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 hefur verið send á sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE til samþykkis.

Sveitarfélögin á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa unnið sameiginlega að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, þ.e. Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörður, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Tjörneshreppur og Langanesbyggð.

Vinna við gerð áætlunarinnar hefur staðið yfir síðan í janúar 2022 og er hluti af vinnu sveitarfélaganna við aðlögun að nýrri löggjöf og um leið uppfærsla á gildandi svæðisáætlun fyrir tímabilið 2015-2026. Haldinn var stefnumarkandi fundur með kjörnum fulltrúum, starfsfólki sveitarfélaganna og öðrum áhugasömum þann 25. apríl 2022 og var sú vinna nýtt við gerð svæðisáætlunarinnar. Drög að svæðisáætlun voru síðan kynnt fyrir öllum sveitarstjórnum í september - nóvember 2022 áður en þau voru auglýst og lögð fram til almennrar kynningar og öllum gefið tækifæri að koma með athugasemdir.

Almennri kynningu á svæðisáætluninni lauk 31. mars sl. og í framhaldinu var unnið úr þeim athugasemdum sem bárust.

Svæðisáætlunin tekur gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana. Að því loknu verða samráðsaðilar upplýstir um samþykkt áætlunarinnar og endanleg áætlun gerð aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaga og landshlutasamtakanna tveggja.

Getum við bætt síðuna?