Fara í efni

Úthlutanir úr ýmsum sjóðum

Úthlutanir úr ýmsum sjóðum

Þessa dagana er verið að úthluta úr ýmsum sjóðum á landsvísu, en eitt af því sem SSNE gerir er að rýna úthlutanir til þess að skoða hlutfall þess sem er að koma inn á Norðurland eystra. Á rúmlega viku hefur verið úthlutað úr fjórum sjóðum.

Meðal þeirra sjóða sem veitt hefur verið úr eru:

Byggðarannsóknasjóður en þar hlaut brautargegni vekefni RHA, Líðan og seigla íslenskra bænda. Styrkupphæð 2,3 m.kr. Úr sjóðnum voru veittir að þessu sinni fimm styrkir og voru 10 m.kr. til úthlutunar.

Barnamenningarsjóður veitti að þessu sinni 41 verkefnum styrk og var heildarfjárhæð sem var úthlutað um 97 m.kr., en þar voru fjögur verkefni á Norðurlandi eystra sem hlutu styrk, voru það:

STEM Ísland sem hlaut styrk upp á 1,8 m.kr fyrir verkefnið Náttúruvísindakrakkar – Sumarnámskeið á Húsavík,

Norðurslóðanet Íslands sem hlaut styrk upp á 900 þús. fyrir verkefnið Að alast upp þar sem “ekkert gerist”

Akureyrarbær hlaut styrk upp á 760 þús. fyrir verkefnið Samspil, listavinnustofur ungmenna af erlendum uppruna

Amtsbókasafnið á Akureyri fékk 200 þús. fyrir verkefnið Vísindasmiðjur unga fólksins.

Æskulýðssjóður en þar voru veittir 10 styrkir að þessu sinni upp á heildarupphæð 6,75 m.kr. og hlaut STEM Húsavík þar styrk fyrir verkefnið sitt Coding and Robotics Club upp á 800 þús.

Atvinnumál kvenna veittu 30 verkefnum styrki og var heildarfjárhæðin 35 m.kr. á Norðurlandi eystra voru sjö verkefni sem hlutu brautargengi í sjóðnum, voru það:

Alull – Snoðbreiða sem hlaut styrk upp á 2 m.kr til vöruþróunar og markaðssetningar.

Iðnaðarhampsrækt hlaut styrk upp á 1 m.kr. til vöruþróunar og undirbúngings akurs.

Griðungr sem hlaut styrk upp á 750 þús. til markaðssetningar.

Þá hlutu fjögur verkefni á svæðinu styrk upp á 600 þús til gerðar viðskiptaáætluna, voru það:

Skarfakál – ArcticCircle, Nanna Lín, Brauð Rímíar og SíVerzlun

 

SSNE óskar öllum styrkþegum til hamingju. 

Getum við bætt síðuna?