Fara í efni

Góðir gestir frá Runavik

Góðir gestir frá Runavik

Sveitarstjórn Runavíkur í Færeyjum er í heimsókn á Norðurlandi eystra þessa dagana ásamt Höllu Nolsøe Poulsen sendikvinnu Færeyja á Íslandi. Hópurinn heimsótti okkur á skrifstofu SSNE á Akureyri í dag þar sem þau fengu kynningu á því helsta sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. auk þess sem þau fræddust um starfsemi samtakanna. Hópurinn hefur ferðast víða um svæðið síðan þau komu til landsins á mánudaginn og voru til dæmis í heimsóknum á Siglufirði í dag.

Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina!

Getum við bætt síðuna?