Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Skrifstofur SSNE loka vegna sumarleyfa

Skrifstofur SSNE verða lokaðar síðustu tvær vikurnar fyrir Verslunarmannahelgi.

SSNE býður starfsfólki sínu samgöngusamning

Starfsfólki SSNE býðst nú að skrifa undir samgöngusamning og vera þannig umbunað fyrir að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti. Ferðalög starfsmanna eru með stærstu losunarþáttum flestra vinnustaða, þ.m.t. hjá okkur á SSNE. Það er til mikils að vinna að draga úr þeirri losun og gerð samgöngusamninga er frábært tæki til þess.

Frjó listahátíð á Siglufirði um helgina

Listahátíðin Frjó hefst á Siglufirði á morgun. Um er að ræða fjögurra daga listahátíð þar sem saman kemur listafólk úr ólíkum áttum sem notast við ólíka miðla og sameinast í suðupotti sköpunar ár hvert. Listafólkið sækir Alþýðuhúsið og Aðalheiði S. Eysteinsdóttur heim, en viðburðir og sýningar fara fram víða um bæinn og sköpunargleði og galsi mun væntanlega einkenna bæjarlífið á Siglufirði næstu dagana.
Myndina tók Þórhallur Jónsson hjá Pedromyndum fyrir Isavia

Beint flug frá Zurich til Akureyrar

Föstudaginn 7. júlí lenti fyrsta flugvélin frá svissneska flugfélaginu Edelweiss á Akureyri. Vélin kom frá Zurich í Sviss, en flugfélagið býður upp á sjö áætlunarflug í sumar.

Byggðastofnun leitar að sérfræðingi á sviði loftslagsmála

Byggðastofnun leitar nú að réttu manneskjunni til að leiða aðlögunarverkefni íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga. Verkefnið er tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi við Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnun, auk þeirra fimm sveitarfélaga sem hafa verið valin til þátttöku. Tvö þátttökusveitarfélaganna eru á starfssvæði SSNE; Fjallabyggð og Akureyrarbær.

Sjálfbært viðburðahald

SSNE tekur þátt í Grænum skrefum sem er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki til að vinna markvisst að umhverfismálum í starfsemi sinni. Hluti af verkefninu er að vera ávallt vakandi fyrir leiðum til að gera betur í umhverfismálum og því langar okkur að vekja athygli á sjálfbæru viðburðahaldi en sumarið er oft tími mikilla viðburðahalda.
Ljósmynd Sigurður Örn Óskarsson

Raufarhöfn, einn af heitari stöðum landsins um þessar mundir

Mikið er um að vera á Raufarhöfn um þessar mundir. Fjöldi ferðamanna heimsækir þorpið daglega, nýverið dvaldi stór hópur listafólks á vinnustofunni "Túndran og tifið á Sléttu" vinnustofa listamanna og vísindamanna um loftslagsrannsóknir og náttúrufar norðurslóða, þar sem Melrakkasléttan var í brennidepli.

Starfsfólk SSNE heimsótti Grýtubakkahrepp í vikunni.

Starfsfólk SSNE heimsótti Grýtubakkahrepp í vikunni. Ferðin var liður í heimsókn í sveitarfélögin á starfssvæði SSNE. Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri tók á móti Díönu Jóhannsdóttur og Elvu Gunnlaugsdóttur og skipulagði heimsóknir.
Þingmenn Norðausturkjördæmis ásamt starfsmönnum SSNE, sveitarstjóra Langanesbyggðar og Bakkfirðingum.

Þingmenn funda um stöðu strandveiða á Bakkafirði

Starfsmenn SSNE og þingmenn Norðausturkjördæmis áttu góðan fund í síðustu viku um stöðu strandveiða á Bakkafirði.
Getum við bætt síðuna?