Fara í efni

Frjó listahátíð á Siglufirði um helgina

Frjó listahátíð á Siglufirði um helgina

Listahátíðin Frjó hefst á Siglufirði á morgun. Um er að ræða fjögurra daga listahátíð þar sem saman kemur listafólk úr ólíkum áttum sem notast við ólíka miðla og sameinast í suðupotti sköpunar ár hvert. Listafólkið sækir Alþýðuhúsið og Aðalheiði S. Eysteinsdóttur heim, en viðburðir og sýningar fara fram víða um bæinn og sköpunargleði og galsi mun væntanlega einkenna bæjarlífið á Siglufirði næstu dagana.

Dagskráin er afar metnaðarfull og þétt, og von á fjölda listafólks til þátttöku auk þess sem heimafólk tekur virkan þátt í hátíðinni. Enginn fastur aðgangseyrir er á viðburði hátíðarinnar, en tekið er við frjálsum framlögum sem rennur beint til listamanna á vegum Alþýðuhússins á hátíðinni. Hér er hægt að skoða dagskrána í heild sinni. Alþýðuhúsið og Frjó listahátið hlutu styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í ár.

 
 
Getum við bætt síðuna?