Fara í efni

Sjálfbært viðburðahald

Sjálfbært viðburðahald

SSNE tekur þátt í Grænum skrefum sem er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki til að vinna markvisst að umhverfismálum í starfsemi sinni. Hluti af verkefninu er að vera ávallt vakandi fyrir leiðum til að gera betur í umhverfismálum og því langar okkur að vekja athygli á sjálfbæru viðburðahaldi en sumarið er oft tími mikilla viðburðahalda.

Umhverfisstofnun hefur gefið út bækling sem ber nafnið „Sjálfbært viðburðarhald“ en þar má finna leiðbeiningar fyrir viðburðaskipuleggjendur sem skrifaðar eru með styttri viðburði í huga.

„Þegar hafist er handa við skipulagningu viðburða ætti sjálfbærni að vera höfð að leiðarljósi frá upphafi til enda. Það skiptir miklu máli að hafa sjálfbærni viðburðarins í huga við alla ákvörðunartöku, rétt eins og fjárhagsáætlun.“

Við hverjum öll sem standa í því að skipuleggja viðburði að skoða þennan bækling vel og vinna að því að fjölga þeim viðburðir sem geta flokkast sem sjálfbærir.

 

Bækling Umhverfisstofnunar má finna hér

Getum við bætt síðuna?