Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Þrjátíu umsóknir bárust á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Þrjátíu verkefni frá landinu öllu sóttu um á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram þann 29. mars næstkomandi en umsóknarfrestur rann út þann 15. janúar sl.

Opið fyrir umsóknir í Byggðarannsóknasjóð

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði til rannsókna á sviði byggðamála. Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en miðvikudaginn 28. febrúar n.k.

Ertu frumkvöðull sem vantar aðstöðu?

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ.

Háskólinn á Akureyri aðili að 19 af 25 verkefnum sem fá úthlutun

Í morgun kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hvaða samstarfsverkefni háskólanna hljóta úthlutun úr samstarfssjóði háskóla. Háskólinn á Akureyri sótti um styrki til að leiða sjö verkefni og vera samstarfsaðili að 21 verkefni. Það voru því ánægjuleg tíðindi í morgun að Háskólinn á Akureyri hlaut styrk fyrir alls 19 verkefni. Þar af mun HA leiða þrjú verkefni. Þau eru: Undirbúningsnámskeið fyrir innflytjendur og flóttamenn á Íslandi Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands fá 53 m.kr. til að setja á laggirnar 60 eininga undirbúningsnámskeið fyrir innflytjendur og flóttamenn á Íslandi, meðal annars til að auka færni þeirra í íslensku og búa þá undir nám hér á landi. Fjarnám verður notað til að tryggja gott aðgengi að náminu. Markus Hermann Meckl, prófessor og deildarforseti Félagsvísindadeildar, mun leiða verkefnið. Tæknifræðinám fyrir nemendur á Norðurlandi Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík fá 33 m.kr. til að setja á laggirnar B.Sc.-nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir tæknifræðinga á Akureyri haustið 2023. Námið mun styðja atvinnulíf á Norðurlandi en með því gefst nemendum tækifæri til að stunda námið í heimabyggð, sbr. fullgilt tæknifræðinám sem nú þegar er í HR. Ólafur Jónsson, verkefnastjóri við Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið, mun leiða verkefnið. Sameiginlegt meistaranám í heilsugæsluhjúkrun Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands fá 9 m.kr. til að undirbúa meistaranám í heilsugæsluhjúkrun fyrir hjúkrunarfræðinga alls staðar af landinu. Sérstök áhersla verður á nýjungar í nýtingu fjarheilbrigðisþjónustu. Sigríður Sía Jónsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild, mun leiða verkefnið. Dæmi um verkefni sem Háskólinn á Akureyri er samstarfsaðili er verkefnið Uppbygging á færni- og hermikennslu í heilbrigðisvísindum á Íslandi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Landsspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri. Verkefnið fær 165 m.kr. til að setja á laggirnar sérhönnuð færni- og hermisetur til að unnt verði að fjölga nemendum í klínísku námi. Hermikennsla felst í að herma með tæknibúnaði eða leiknum sjúklingum eftir raunverulegum aðstæðum, aðgerðum eða inngripum í öruggu umhverfi, með leiðbeinanda, án þess að heilsu sjúklings sé stefnt í hættu. Sambærilegt framlag kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Um er að ræða stærstu einstöku úthlutunina úr sjóðnum. Tengiliðir verkefnisins eru Þórhalla Sigurðardóttir, aðjúnkt við Hjúkrunarfræðideild, Margrét Hrönn Svavarsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild, og Sigrún Kristín Jónasdóttir, lektor og deildarforseti Iðjuþjálfunarfræðideildar. SSNE óskar Háskólanum á Akureyri innilega til hamingju með þessi glæsilegu verkefni sem hlutu styrk.

Frumhagkvæmnimat Líforkuvers komið út

Skýrslan er frummat á forsendum þess að koma á fót líforkuveri á Norðurlandi eystra. Í líforkuveri væru unnin verðmæti úr lífrænum úrgangi og búfjáráburði. Megin afurðir eru metan, lífdísill og molta sem nýtist sem eldsneyti og jarðvegs bætir/áburður.

Hádegisfræðsla

SSNV, SSNE og Eimur standa að vikulegum fræðsluerindum fyrir frumkvöðla og öll þau sem eru forvitin um nýsköpunarheiminn.
Getum við bætt síðuna?