Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Mikill áhugi á grænum styrkjum á Norðurlandi eystra

Samband íslenskra sveitarfélaga, Rannís, SSNE og Eimur stóðu fyrir kynningarfundi á styrkjaumhverfinu fyrir græn verkefni í síðustu viku. Kynningarfundurinn var haldinn á Akureyri, en einnig sendur út í streymi. Aðsókn var nokkuð jöfn í gegnum netheima og á staðfund, en í allt sóttu 40 manns fundinn.

Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024 - Opið fyrir umsóknir

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.

Vel heppnað Ungmennaþing SSNE á Raufarhöfn

Valdefling ungs fólks á Norðurlandi eystra – Ungmennaþing SSNE 2023 á Raufarhöfn

Eimur sækir 15 milljónir í Loftslagssjóð til lífgasvinnslu í Líforkugörðum

Úthlutað hefur verið úr Loftslagssjóði og hlaut Eimur hámarksstyrk fyrir verkefnið Lífgasver í Líforkugörðum við Eyjafjörð, en verkefnið er samstarfsverkefni Eims, SSNE og Bláma. Markmið verkefnisins er að undirbúa byggingu lífgasvers þar sem framleitt yrði metangas, að drjúgum hluta úr mykju af nálægum kúa- og svínabúum. Lífmassi er afar vannýtt auðlind á Íslandi og lífgas getur leikið mun stærra hlutverk í orkuskiptum.

Verkefnisstjóri verkefnisins „Betri Bakkafjörður“

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, auglýsir eftir verkefnisstjóra verkefnisins „Betri Bakkafjörður“. Verkefnið er hluti af verkefnum „Brothættra byggða“ og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, SSNE og Langanesbyggðar. Um 100% starf er að ræða.

Samgöngu- og innviðastefna Norðurlands eystra til ársins 2033 gefin út

Helstu áherslur SSNE í samgöngumálum endurspeglast í fjórum áherslum: Öruggar samgöngur, greiðar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæð byggðaþróun.

Sex nýsköpunarteymi klára Startup Storm

Sex nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni og græn verkefni, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.

Uppbygging að Hrauni í Öxnadal

Fyrirhuguð er uppbygging að Hrauni í Öxnadal sem hefur það markmið að heiðra minningu þjóðskáldsins, í samræmi við ályktun Alþingis frá árinu 2017.
Gestir hrífast með og glaðværð fer um hópinn á viðburði Boreal

Án orða, fyrir öll

Boreal er alþjóðleg hátíð haldin á Norðurlandi eystra! Markmið hátíðarinnar er að skeyta saman inn- og erlendu listafólki, byggja brýr og hvetja til samstarfs. Segja má með sanni að Norðlendingar geti verið dansandi kátir með frumkvæði og elju Yuliönu Palacios og hennar teymis, því hátíðin er einstök á landsvísu. Boreal fer fram 10. - 23. nóvember 2023, öll velkomin. Sjá nánari dagskrá í frétt.

Stafræn nýsköpunargátt fyrir nýsköpunarumhverfi og frumkvöðla

Opnuð hefur verið stafræn nýsköpunargátt fyrir frumkvöðla á vefnum www.skapa.is
Getum við bætt síðuna?