Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2023

Á síðasta fundi stjórnar SSNE var ákveðið að gera 18 verkefni að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra árið 2023. Um er að ræða mjög fjölbreytt verkefni sem öll eiga það sameiginlegt að styðja við Sóknaráætlun Norðurlands eystra og mun færa okkur nær þeim markmiðum sem þar koma fram.

Orkustofnun styrkir varmadælukaup

Orkustofnun auglýsti á dögunum styrki til varmadælukaupa á eignum sem eru að notast við rafhitun eða olíukyndingu.

Er þitt fyrirtæki í stafrænni vegferð og þarf fjármagn í næstu skref?

Íslenski ferðaklasinn er hluti af Evrópuverkefninu TOURBIT sem hefur það hlutverk að hraða ferðaþjónustufyrirtækjum í gegnum hið stafræna ferðalag. Hægt verður að styðja við sjö fyrirtæki á Íslandi að andvirði 9.000 € hvert. Þessi hluti verkefnisins er unnin með stuðningi Ferðamálastofu og landshlutasamtakanna með samstarfi við áfangastaðastofur/markaðsstofur landshlutanna víða um land.

Þrjú verkefni á Norðurlandi eystra hlutu styrk úr stefnumótandi byggðaáætlun

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra úthlutaði styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum. Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023. Eftirfarandi verkefni fengu styrk á Norðurlandi eystra:  Kostir í hitaveituvæðingu Grímseyjar. Fyrirhugað er að staðsetja vinnsluholu og endurmeta fyrri gögn. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hljóta styrk að upphæð 4.300.000 kr.  Gígur – uppbygging á aðstöðu fyrir nýsköpun, menntun og rannsóknir í Þingeyjarsveit. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra hljóta styrk að upphæð 2.250.000 kr. Markmiðið með framlögunum er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Verkefni sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og meðaltekjur var meðal þess sem lagt til grundvallar við mat á umsóknum. SSNE óskar þessum verkefnum innilega til hamingju með styrkinn. Sjá nánar á heimasíðu Byggðastofnunar

Landstólpinn 2023

Landstólpinn er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt er árlega á ársfundi stofnunarinnar. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.

Aðalúthlutun úr Safnasjóði 2023 - Fjórðungur til Norðurlands

Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023 í febrúar voru veittar 153.010.000 krónur, veittur var 101 styrkur til eins árs að heildarupphæð 136.510.000 kr. til 50 styrkþega. Um 26% af úthlutununni fór til Norðurlands.

Barnamenning og Æskulýðsstarf

SSNE vekur sérstaka athygli á þremur umsóknarfrestum sem eru framundan; Æskulýðssjóð, Barnamenningarsjóð og List fyrir alla.

72 verkefni hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Í byrjun febrúar fór fram rafræn úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra þar sem 72 verkefni voru styrkt, en samtals var úthlutað 73,3 m.kr.

Rusl á nýju ári

Á nýliðnu ári voru úrgangsmál meira í umræðunni en oft áður. Búið er að breyta löggjöf úrgangsmála og mikið verið að nota ný hugtök eins og borgað þegar hent er (BÞHE) í bland við eldri eins og Mengunarbótareglu, hringrásarhagkerfi og svæðisáætlun og auðvitað stóru dagsetninguna 1. janúar 2023.

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og mat á umhverfisáhrifum

Öll sveitarfélög á Norðurlandi, samtals 16 sveitarfélög á svæðinu frá Stikuhálsi í vestri að Bakkaheiði í austri, vinna nú að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.
Getum við bætt síðuna?