Fara í efni

72 verkefni hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

72 verkefni hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Í byrjun febrúar fór fram rafræn úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra þar sem 72 verkefni voru styrkt, en samtals var úthlutað 73,3 m.kr.

Tekinn hefur verið saman bæklingur með yfirliti yfir öll þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni. Bæklinginn má finna hér.

Alls bárust 172 umsóknir og hafa aðeins einu sinni áður verið fleiri umsóknir í sjóðinn. Formaður úthlutunarnefndar Hilda Jana Gísladóttir hafði orð á því í erindi sínu á úthlutunarhátíðinni að vinna nefndarinnar hefði verið einstaklega erfið í ár og að óskandi hefði verið að meira fjármagn væri til úthlutunar.

Styrkirnir skiptast í,

12 Stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningar
34 Menningarstyrki
26 Atvinnu og nýsköpunarstyrki.

SSNE óskar öllum styrkþegum til hamingju um leið og við þökkum öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga og þá vinnu sem lögð var í umsóknargerðina alla.

Getum við bætt síðuna?