Fara í efni

Þrjátíu umsóknir bárust á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Þrjátíu umsóknir bárust á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Þrjátíu verkefni sóttu um á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram þann 29. mars næstkomandi en umsóknarfrestur rann út þann 15. janúar sl.

 

Í ár var öllu landinu boðið að taka þátt og bárust umsóknir frá öllum landshlutum. Flestar umsóknir bárust frá Norðurlandi eða um 27% umsókna.

Mynd: Umsóknarhlutfall eftir landshlutum.

Verkefnin sem sóttu um snerta öll á orkuskiptum, hringrásarhagkerfinu eða fullnýtingu auðlinda, en Norðanátt leggur mikinn fókus á að verkefni sem kynna á hátíðinni séu í takt við þessar áherslur.

Valnefnd, sem skipuð var af verkefnastjórn Norðanáttar hefur nú fengið umsóknirnar í sínar hendur og hefur það hlutverk að velja þau sprota- og vaxtarfyrirtæki sem fá tækifærið að kynna verkefni sín á hátíðinni þann 29.mars næstkomandi.

Valnefnd skipa:

 

HREINN ÞÓR HAUKSSON
Framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum Verðbréfum.

Kolfinna Kristínardóttir
 

KOLFINNA KRISTÍNARDÓTTIR
Verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups

Sigurður Markússon
 

SIGURÐUR MARKÚSSON
Forstöðumaður nýsköpunardeildar á Viðskiptaþróunar- og nýsköpunarsviði Landsvirkjunar.

 

MELKORKA SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Meðstofnandi og eigandi Iceland Innovation Week

 

ÁSTA KRISTÍN SIGURJÓNSDÓTTIR
Framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans

 

SVEINN MARGEIRSSON
Framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brimi

 

Þann 15. febrúar nk. verður tilkynnt hvaða sprota- og vaxtarfyrirtæki munu stíga á stokk fyrir fullum sal fjárfesta á Siglufirði þann 29. mars næstkomandi

Getum við bætt síðuna?