Fara í efni

Frumhagkvæmnimat Líforkuvers komið út

Frumhagkvæmnimat Líforkuvers komið út

Frumhagkvæmnimat líforkuvers komið út

Skýrslan var kynnt fyrsta nóvember síðastliðinn og afhent sveitarfélögunum og ráðuneyti 22. desember.

Skýrslan er frummat á forsendum þess að koma á fót líforkuveri á Norðurlandi eystra. Í líforkuveri væru unnin verðmæti úr lífrænum úrgangi og búfjáráburði. Megin afurðir eru metan, lífdísill og molta sem nýtist sem eldsneyti og jarðvegsbætir/áburður.

Verkefnið er í raun nú þegar hafið á svæðinu. Orkey, framleiðir lífdísil úr matarolíu, Molta ehf. framleiðir moltu úr lífrænum úrgangi og Norðurorka hf. framleiðir metangas úr hauggasi úr aflögðum sorphaugum á Glerárdal.

Hugmyndin um líforkuver er útvíkkun á því sem við erum nú þegar að gera vel svo í verkefninu liggur tækifæri til að halda áfram að vera í fararbroddi og til fyrirmyndar í meðhöndlun lífræns úrgangs á landinu.

Fyrir áhugasöm má finna einfalda kynningu á Hvað er líforkuver? á vef Vistorku

Við hvetjum einnig öll sem hafa áhuga að kynna sér skýrsluna.

Frumhagkvæmnimat líforkuvers

Getum við bætt síðuna?