Fara í efni

Raufarhöfn, einn af heitari stöðum landsins um þessar mundir

Ljósmynd Sigurður Örn Óskarsson
Ljósmynd Sigurður Örn Óskarsson

Raufarhöfn, einn af heitari stöðum landsins um þessar mundir

Mikið er um að vera á Raufarhöfn um þessar mundir. Fjöldi ferðamanna heimsækir þorpið daglega, nýverið dvaldi stór hópur listafólks á vinnustofunni "Túndran og tifið á Sléttu" vinnustofa listamanna og vísindamanna um loftslagsrannsóknir og náttúrufar norðurslóða, þar sem Melrakkasléttan var í brennidepli.
Í júlí mánuði dvelur hópur nemenda við rannsóknir á Raufarhöfn. Hópurinn samanstendur af fjórum hönnuðum og arkitektúrnemum sem stunda nám á meistarastigi við Listaháskóla Íslands. Kveikjan að rannsóknarverkefninu er vettvangsferð sem farin var í september 2022, þar sem verkefnið Mobility on the Margins bauð arkitektúrnemum að vinna að ,,Tillögum fyrir Raufarhöfn”. Núverandi rannsókn snýr að þéttbýli Raufarhafnar sem og dreifbýli Melrakkasléttu á sama tíma er sjónum beinum sérlega að tilteknu húsi, Háholti á Framnesi.

Með stuðningi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna er hafin fyrsti fasi verkefnisins sem byggist á viðtölum við staðkunnuga, rannsóknum á byggðu umhverfi og tilraunum með staðbundin byggingarefni á svæðinu. Markmið hópsins er að öðlast innsýn í staðhætti og fræðast um líf og störf íbúa. Með skrásetningu er leitast við að stuðla að frekari rannsóknum á svæðinu.

Hópurinn hefur um þessar mundir aðsetur í Óskarsstöðinni. Meðlimir eru Julie Sjöfn Gasiglia, Laufey Jakobsdótttir, Raquel Kvamsdal og Sigrún Perla Gísladóttir.
Leiðbeinandi er Anna María Bogadóttir,arkitekt.

Getum við bætt síðuna?