Fara í efni

Beint flug frá Zurich til Akureyrar

Myndina tók Þórhallur Jónsson hjá Pedromyndum fyrir Isavia
Myndina tók Þórhallur Jónsson hjá Pedromyndum fyrir Isavia

Beint flug frá Zurich til Akureyrar

Föstudaginn 7. júlí lenti fyrsta flugvélin frá svissneska flugfélaginu Edelweiss á Akureyri. Vélin kom frá Zurich í Sviss, en flugfélagið býður upp á sjö áætlunarflug í sumar. Edelweiss hefur lengi boðið upp á flug til Keflavíkur og nú hefur Akureyri og Norðurland allt bæst við sem áfangastaður í þeirra leiðarkerfi. Stefnt er að því að lengja flugtímabilið næsta sumar, en þegar tilkynnt var um flugið sögðust fulltrúar Edelweiss hafa mikla trú á Íslandi sem áfangastað og að tækifærin til að koma með fleiri farþegar til landsins um Akureyri væru frábær. Sérstaklega ætti það við um farþega sem vilja heimsækja landið í annað sinn og ferðast víðar.

Isavia tók vel á móti farþegum og bauð upp á veitingar frá Flugkaffi, íslenskar pönnukökur og kaffi. Áður hafði slökkvilið flugvallarins sprautað vatni yfir vélina með hátíðarbrag, eins og tíðkast þegar vélar í nýju áætlunarflugi lenda í fyrsta sinn á vellinum. 

Eitt af markmiðum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra er að koma á reglubundnu millilandaflugi til Norðurlands eystra og er þetta flug Edelweiss svo sannarlega flott viðbót inn í það markmið. 

Fréttin er tekin af vef Markaðsstofu Norðurlands.

Getum við bætt síðuna?