Fara í efni

Kistan - Atvinnu- og nýsköpunarsetur opnar á Þórshöfn

Kistan - Atvinnu- og nýsköpunarsetur opnar á Þórshöfn

Þann 16. maí síðastliðinn opnaði Kistan, atvinnu- og nýsköpunarsetur á Þórshöfn, en Kistan er í eigu Langanesbyggðar og hefur það markmið að mynda á Þórshöfn metnaðarfullt samfélag stofnana, fyrirtækja og frumkvöðla undir einu þaki. Kistan er staðsett í Kistufelli sem eitt sinn hýsti Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis.
Fjölmenni var við opnunina og greinilega mikill kraftur sem býr í fólkinu á svæðinu.

Þá hefur verið ráðinn verkefnastjóri Kistunnar, er það hún Sigríður Friðný sem var valin úr hópi umsækjenda. Við hjá SSNE óskum Sigríði velgengni í starfi og hlökkum til samstarfs.

Getum við bætt síðuna?