Fara í efni

Náms- og kynnisferð til Noregs

Náms- og kynnisferð til Noregs

Þrír starfsmenn SSNE tók þátt í náms- og kynnisferð ferð Byggðastofnunar og sjö landshlutasamtaka til Noregs í maí, með í ferðinni voru einnig fulltrúar innviðaráðuneytisins og byggðamálaráðs.

Heimsóknir hópsins voru mjög fjölbreyttar en í grunnin eru Norðmenn að kljást við mikið af sömu áskorunum og Ísland. Nordic innovation var heimsótt í Osó en svo var haldið til Þrándheims þar sem ráðstefna var haldin með fylkinu og NTNU háskólinn var heimsóttur.

Meðal þess sem fram hafi komið er að á vett­vangi land­búnaðar og sjáv­ar­út­vegs sjái Norðmenn fram á skort á starfs­fólki sem búi yfir þeirri hæfni sem þess­ar at­vinnu­grein­ar þarfn­ast hve mest, en orku­mál fengu enn frem­ur sitt rými í dag­skránni, ekki síst vindorka sem hef­ur átt upp á pall­borðið síðustu miss­eri sem ein af þeim framtíðarlausn­um er Norðmenn horfa til á vett­vangi grænn­ar orku.

Heil­brigðis- og fé­lagsþjón­usta var einnig til umræðu, svo sem hvað snert­ir lýðfræðilega sam­setn­ingu þjóðar sem er að eld­ast hratt „og við sáum þarna að Norðmenn eru að glíma við al­veg sömu áskor­an­ir og við Íslend­ing­ar á þeim vett­vangi, til dæm­is þegar kem­ur að heil­brigðisþjón­ustu í dreif­býli“.

För­inni lauk svo í Ósló þar sem aug­lýs­inga­stof­an Pip­ar/​TBWA var heim­sótt og Val­geir Magnús­son stjórn­ar­formaður ræddi starf­sem­ina auk þess sem Örn Thomsen, fram­kvæmda­stjóri Arctic Trucks í Drammen, greindi frá sögu síns fyr­ir­tæk­is og sókn­inni inn á markað í Noregi.

Ferðir sem þess­ar eru mjög gagn­leg­ar fyr­ir landshlutasamtökin, dýrmætt er að fá tækifæri til að sækja fróðleik til nágrannaþjóða okkar í byggðamálum en einnig að kynnast innbyrðis, ræða samstarfið og verkefnin fram undan.

Getum við bætt síðuna?