Fara í efni

SAF birtir nýtt mælaborð fyrir ferðaþjónustu

SAF birtir nýtt mælaborð fyrir ferðaþjónustu

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) kynntu nýverið nýtt mælaborð fyrir ferðaþjónustu. Í mælaborðinu má finna ýmis gögn um umsvif ferðaþjónustu í nærsveitarfélaginu. Þar eru meðal annars gögn um atvinnutekjur, skatttekjur sveitarfélaga, framboð og nýtingu gistirýmis og afkomu ferðaþjónustufyrirtækja eftir landshlutum.

Mikill skortur hefur verið á gögnum niður á landshluta, hvað þá niður á sveitarfélög en með þessu nýja mælaborði er búið að stoppa í ákveðin göt. Þannig má meðal annars sjá að áætlaðar skatttekjur Akureyrarbæjar af ferðaþjónustu eru rétt undir einum miljarði og að heildaratvinnutekjur af ferðaþjónustu í Fjallabyggð eru 388 milljónir. 

Mælaborðið mun meðal annars nýtast opinberum aðilum, starfsfólki í stjórnsýslu og stofnana, kjörnum fulltrúum á Alþingi og í sveitarstjórnum, sem og rekstraraðilum í ferðaþjónustu og fjárfestum, til að glöggva sig á umsvifum ferðaþjónustu í nærsamfélögum um landið allt. 

Hér má finna mælaborðið

Getum við bætt síðuna?