Fara í efni

Úthlutunum úr Uppbyggingarsjóði flýtt

Úthlutunum úr Uppbyggingarsjóði flýtt

Stjórn SSNE hefur samþykkt breytingar á verklagi í kringum Uppbyggingarsjóð, ein af þeim breytingum sem var samþykkt er að flýta ferli sjóðsins. Þannig má gera ráð fyrir því að sjóðurinn opni í september og að ferlinu sé lokið og úthlutað í desember.

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styðja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnu og nýsköpun, menningu og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.

Allar upplýsingar um Uppbyggingarsjóð má nálgast á heimasíðu SSNE.

Getum við bætt síðuna?