Fara í efni

Fundur Samráðsvettvangs Norðurlands eystra

Fundur Samráðsvettvangs Norðurlands eystra

12. júní var haldin annar fundur Samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Markmið Samráðsvettvangsins er að stuðla að því að ólíkar raddir frá ólíkum hópum og svæðum innan landshlutans hafi áhrif á Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Það er mikilvægt fyrir landshlutann í heild að í samráðsvettvangnum sitji sem breiðastur hópur, fólk á öllum aldri og af ólíkum kynjum sem hafa reynslu af ólíkum sviðum mannlífsins. Samráðsvettvangurinn samanstendur af fólki úr atvinnulífinu, fræðasamfélaginu, fólki sem hefur tengsl við félagasamtök, starfsmönnum og fulltrúum opinberra stofnana, kjörnum fulltrúum og ungmennum. Allir geta óskað eftir sæti í samráðsvettvangnum og er einfalt að skrá sig hér.

Á fundinum var farið yfir árangursmat Sóknaráætlunar og framgang í einstaka verkefnum. Sköpuðust líflegar umræður og komu fram góðir punktar fyrir starfsfólk SSNE að taka með sér í áframhaldandi vinnu og verkefnaval. Í lok þessa árs hefst undirbúningur fyrir gerð nýrrar Sóknaráætlunar og mun Samráðsvettvangurinn koma beint að þeirri vinnu.

Starfsfólk SSNE þakkar öllum þeim sem tóku þátt í fundinum kærlega fyrir, þetta samráð og samtal við hópinn er starfsemi SSNE mjög mikilvægt.

Getum við bætt síðuna?