Fara í efni

Fræðsluefni fyrir verðandi rafbílaeigendur

Fræðsluefni fyrir verðandi rafbílaeigendur

Norræna ráðherranefndin hefur stutt við gerð fræðsluefnis um rafbílaeign og rekstur, sem og fræðsluefnis um hvað þarf að hafa í huga þegar settar eru upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Gerð fræðsluefnisins er einn liður í verkefninu Hraðari rafvæðing vegasamgangna á Norðurlöndum.

Fræðsluefnið er einkar aðgengilegt og hefur verið þýtt yfir á öll norðurlandamálin, þ.m.t. íslensku, og tekur fræðslan mið af innlendum aðstæðum. Þau sem ýta á tengilinn eru leidd í gegnum 15 mínútna kennsluefni og ættu að vera margs vísari að námskeiðunum loknum um eiginleika rafbíla og þess sem hafa þarf í huga þegar settar eru upp hleðslustöðvar.

Kennsluefnið er fyrst og fremst miðað að einstaklingum, en gagnast sveitarfélögum einnig vel. Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að uppsetningu hleðslustöðva við eigið íbúða- og atvinnuhúsnæði, en ekki síst þegar kemur að skipulagi almennra hleðslustöðva innan sveitarfélagsins.

Samkvæmt tölfræði Samgöngustofu eru einungis um 4,5% bifreiða á starfssvæði SSNE hreinir rafbílar, en rafvæðing bílaflotans er mikilvægt skref í því að draga úr losun vegna samgangna á svæðinu. 

Íbúar Norðurlands eystra og starfsfólk sveitarfélaga er hvatt til að kynna sér fræðsluefnið sem finna má hér.

Getum við bætt síðuna?