Viðburðir á Norðurlandi eystra - Vilt þú fræðast um sniglarækt?
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eimur hefur hrundið af stað verkefninu „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“, sem hefur það meginmarkmið að kynna og innleiða sniglarækt sem raunhæfan, sjálfbæran og nýskapandi valkost fyrir bændur og aðra áhugasama á Íslandi. Verkefnið er svar við vaxandi þörf í íslenskum landbúnaði fyrir fjölbreyttari atvinnumöguleika og aukna verðmætasköpun í dreifbýli.
02.10.2025