Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur.
Í samstarfi við SSNE er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar á Norðurlandi eystra. Fundurinn verður haldin á Hótel KEA á Akureyri fimmtudaginn 21. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu og brauð. Fundinum verður einnig streymt á facebook síðu HMS.
Skráning fyrir staðfund og streymi: https://forms.office.com/e/qXngkyPisg
Dagskrá:
Þróun íbúafjölda á Norðurlandi eystra – þróun borgarsvæðis
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra
Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
Jón Örn Gunnarsson og Róbert Smári Gunnarsson, sérfræðingar á húsnæðissviði HMS
Byggjum í takt við þarfir
Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.
Fundarstjóri: Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar
Hlekk á facebook viðburð má finna hér: (1) Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur á Norðausturlandi | Facebook
19.11.2024