Fara í efni

Viðburðalisti

6.-22. des

Styrkir til markvissari og loftslagsvænni áburðarnotkunar

Styrkur til fjárfestinga í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarnotkunar í landbúnaði.
7. des

Umsóknarfrestur: staðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðis

Markmið er að efla starfsemi einkarekinna staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins, enda gegni þeir mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðji með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf.
14. des

Umsóknarfrestur: Talsetningar- og textunarsjóður

Styrkir eru veittir til talsetningar og/eða textunar á barnaefni á íslensku sem er til sýningar á innlendum áskriftarfjölmiðli. Miðað er við að efnið hafi verið frumsýnt síðastliðna 12 mánuði og er þar miðað við dagsetningu fyrrgreinds umsóknarfrests.
14. des

Skráningarfrestur: opin smiðja um matarframleiðslu í smáum stíl

Smiðjan er opin öllum en sérstaklega sett upp fyrir þá sem hafa hafið framleiðslu og vilja bæta við sig þekkingu og færni.
31. des

Umsóknarfrestur: Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku

Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.
15. jan

Umsóknarfrestur: ferðastyrkir miðstöðvar íslenskra bókmennta

Höfundar frá Íslandi, erlend forlög og stjórnendur bókmennta- og menningarhátíða geta sótt um ferðastyrki í tengslum við útgáfu og kynningu á þýddum verkum eftir íslenska höfunda erlendis.
22. jan

C1 - Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða

Veitt verða framlög fyrir allt að 170 milljónum kr. fyrir árið 2026.
22. jan

Umsóknarfrestur: Meistaranemasjóður atvinnulífs menningar og skapandi greina

Styrkirnir eru ætlaðir meistaranemum sem vinna lokaverkefni um atvinnulíf menningar og skapandi greina og þau fjölþættu og fjölbreyttu samfélags- og efnahagsáhrif sem þessi starfsemi leiðir af sér.
28. jan

Umsóknarfrestur: Almennir- og ferðastyrkir Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
1. feb

Umsóknarfrestur: Ferðastyrkir myndlistarmiðstöðvar

Ferðastyrkir eru fyrir kostnaði við ferðir og gistingu tengda sýningarhaldi, vinnustofudvölum og verkefnum erlendis.
12. feb

Umsóknarfrestur: Æskulýðsstarf (Erasmus+)

Sæktu um fyrir kl. 11:00 12. febrúar 2026
12. feb

Umsóknarfrestur: Íþróttir (Erasmus+)

Sæktu um fyrir kl. 11:00 12. febrúar 2026
15. feb

Umsóknarfrestur: Norrænir þýðingastyrkir

Styrkir til þýðingar úr íslensku á norræn mál og til þýðingar úr norrænum málum á íslensku
18. feb

Umsóknarfrestur: sjálfboðaliðastarf (ESC) í samfélagsverkefnum samtaka/fyrirtækja/stofnana

ESC áætlunin styður ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi.
18. feb

Umsóknarfrestur: Samfélagsverkefni

Styrkirnir eiga annars við ungt fólk sem vill gerast þátttakendur og hins vegar samtök, fyrirtæki eða stofnanir á Íslandi sem vilja taka á móti sjálfboðaliðum.
19. feb

Umsóknarfrestur: Menntun (Erasmus+)

Sæktu um fyrir kl. 11:00 19. febrúar 2026
5. mar

Umsóknarfrestur: Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu Erasmus+

Kallað er eftir umsóknum um samtarfsverkefni, sem leiða saman stofnanir og samtök í ólíkum löndum til að stuðla að nýbreytni og vinna að forgangsatriðunum fjórum: inngildingu, sjálfbærni, stafrænni þróun og virkri þátttöku í samfélaginu.
1. apr

Umsóknarfrestur: Barnamenningarsjóður

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.