Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Sendiherra Evrópusambandsins í heimsókn hjá SSNE

SSNE tók á móti sendinefnd Evrópusambandsins í dag Lucie Samcová-Hall Allen sendiherra s ásamt Klemens Þrastarsyni. Þau fengu stutta kynningu á starfi og verkefnum SSNE sem hafa verið mjög fjölbreytt frá stofnun. Einnig voru möguleikar svæðisins ræddir t.d. sem ákjósanlegur búsetukostur fyrir íbúa Evrópusambandsins og til fjárfestinga.

NORA-webinar 16. og 17. ágúst, kynning fyrir umsækjendur um verkefnastyrki

Nú er aftur komið að svokölluðum „webinar“ kynningarfundum á vegum NORA, hugsað fyrir mögulega umsækjendur um styrki. Á fundunum er veitt fræðsla um NORA-styrkina og hins vegar er kynning á því hvernig standa á að umsóknargerðinni. Hér eru slóðir á viðburðina ásamt tímasetningu: Skandinavíska: Mánudagur 16. ágúst kl. 12: https://us06web.zoom.us/j/85116136452 Sjá einnig Facebook-viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1513999875614613 Enska: Þriðjudagur 17. ágúst kl. 12: https://us06web.zoom.us/j/85023904770 Facebook-viðburður: https://www.facebook.com/events/342521124023378 Þá má benda á að næsti umsóknarfrestur í NORA verður mánudagurinn 4. október n.k. Lesa má nánar um það á eftirfarandi slóð: (https://nora.fo/news/100/stotte-til-samarbeidsprosjekter-i-nord-atlanteren) Nánari upplýsingar veitir núverandi tengiliður NORA, Sigríður K. Þorgrímsdóttir á Byggðastofnun, netfang sigga@byggdastofnun.is

Styrkveitingar haustið 2021

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Úthlutunarreglur fyrir hvorn ráðherra fyrir sig: Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Ekki eru veittir styrkir til einstaklinga, rekstrarstyrkir, ferðastyrkir, styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS, eða meistaraprófa. Þá eru ekki veittir styrkir til bæjarhátíða. Skv. úthlutunarreglum munu starfshópar skipaðir af ráðherrum meta umsóknir en horft verður til ýmissa þátta við úthlutunina, m.a. hvort verkefnin þyki hafa gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks, hvort verkefnið búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu skýrir. Frekari upplýsingar um styrkhæfi, mat á umsóknum og viðmið við úthlutum má finna í úthlutunarreglum. Hver einstaki styrkur getur numið allt að 10% heildarupphæð úthlutana. Umsóknum skal skila rafrænt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins, www.minarsidur.stjr.is, í síðasta lagi 31. ágúst 2021. Ráðuneytið mun ekki taka til umfjöllunar umsóknir sem berast utan auglýsts tímafrest eða sem berast eftir öðrum leiðum en í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Eftirtalin gögn skulu fylgja með umsóknum: Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur. Upplýsingar um aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru. Nafn þess sem annast samskipti við ráðuneytið. Nákvæm lýsing á verkefni, markmiðum þess og þýðingu fyrir umsækjanda og aðra. Lýsing á því hvernig árangur verkefnisins verði metinn. Tíma- og verkáætlun. Fjárhagsáætlun, þar sem koma m.a. fram upplýsingar um áætlaðan kostnað, tekjur, hlutdeild annarra í kostnaði við verkefnið og styrkfé sem verkefnið hefur hlotið eða hefur sótt um. Staðfest gögn frá samstarfsaðilum sem og önnur gögn til stuðnings umsókn. Fyrirspurnir vegna styrkjanna sendast á netfangið postur@anr.is

Norðanátt kynnir Vaxtarrými

Norðanátt kynnir Vaxtarrými fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpun innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall með fókus á sjálfbærni, mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Opnað verður fyrir umsóknir í hraðalinn bráðlega og lýkur umsóknarfresti 20. september. Í framhaldinu verða valin sex til átta teymi til þátttöku. Verkefnið er byggt upp að fyrirmynd viðskiptahraðla en þó sérhannað með þarfir þátttöku fyrirtækjanna í huga og hafa þau þannig áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða. Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja á Norðurlandi og víða á ráðgjafafundum, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli. Vaxtarrými hefst 4. október og lýkur 26. nóvember og fer fram á netinu. Jafnframt hittast teymin fjórum sinnum meðan á verkefninu stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi. Leitað er eftir öflugum fyrirtækjum og verkefnum sem eru komin af hugmyndastigi og vilja nýta Norðanáttina til að vaxa. Samstarfsverkefnið Norðanátt er hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið umhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Norðanátt samanstendur af viðburðum sem styðja við frumkvöðla með hugmyndir á ólíkum stigum. Fyrsti viðburðurinn er Vaxtarrými sem fer fram í haust og miðar að því að efla þau fyrirtæki sem eru nú þegar komin af stað. Í byrjun næsta árs fer fram vinnusmiðja sem styður við bakið á frumkvöðlum á fyrstu stigum og verður hún auglýst í nóvember. Í framhaldinu verður haldið Stefnumót fjárfesta á Norðurlandi þar sem fjárfestar og frumkvöðlar koma saman og kynnast öflugri nýsköpun og fjárfestatækifærum á svæðinu. Að verkefninu Norðanátt koma Eimur, SSNV, SSNE, Nýsköpun í norðri og RATA. Hópurinn vinnur í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins og hraðar framþróun og nýsköpun.

Nýr verkefnisstjóri Glæðum Grímsey

Arna Björg Bjarnadóttir er nýráðinn verkefnisstjóri Glæðum Grímsey sem ákveðið hefur verið að framlengja til ársloka 2022. Hún tekur við af Karen Nótt Halldórsdóttur sem við þökkum kærlega fyrir samstarfið en Karen verður verkefninu áfram innan handar sem fulltrúi íbúa í verkefnisstjórn.

Nýr verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar

Við bjóðum velkominn Gunnar Má Gunnarsson sem í gær tók við starfi verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar um leið og við þökkum Ólafi Áka Ragnarssyni fyrir vel unnin störf.
Getum við bætt síðuna?