Fara í efni
Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu

Í febrúar 2021 var samþykkt að sveitarfélögin myndu vinna saman að stafrænni þróun og stofna stafrænt þróunarteymi sveitarfélaganna. Undanfarna mánuði hafa sveitarfélög stigið stór skref til samstarfs um stafræna umbreytingu og er fyrsta samstarfsverkefni sveitarfélaga um stafræna afgreiðslulausn fyrir fjárhagsaðstoð komið vel á veg en henni er ætlað að ryðja brautina fyrir fleiri sameiginlegar lausnir.

Stafræn tækni býður upp á mörg tækifæri fyrir hagkvæmari rekstur sveitarfélaga sem og betri ákvarðanatöku og þjónustu við íbúa. Sveitarfélög landsins þurfa að taka stór skref til að verða ekki eftir í hraðri tækniþróun sem á sér stað nú en til þess hafa þau takmarkað fjármagn, mannafla og þekkingu . Sveitarfélög þurfa að vinna hratt og forgangsraða til að nýta sér þau tækifæri og tæknimöguleika sem eru í boði. Í þessari vegferð eru mikil samlegðartækifæri í samstarfi sveitarfélaga til að hraða stafrænni framþróun þeirra og ná niður fjárfestingarkostnaði einstakra sveitarfélaga í stafrænum innviðum.

Á vefráðstefnunni þann 29. september nk., verður kynnt hvernig fjárhagsaðstoðarlausnin mun virka fyrir sveitarfélög og umsækjendur, og hvernig tæknileg högun verður gagnvart sveitarfélögum og inn á Ísland.is.

Sveitarfélög munu segja frá því hvernig þau hafa nýtt sér samstarfið til að hraða stafrænni umbreytingu sinni. Kynnt verður nýtt lausnatorg á stafraen.sveitarfelog.is og hvernig stafrænt teymi sambandsins ætlar sér að vinna á næsta árið fyrir sveitarfélögin og hverjar áskoranirnar eru. Dönsk sveitarfélög hafa náð mjög góðum árangri í stafrænu samstarfi, m.a. um deilingu lausna sín á milli, og verður það samstarf einnig kynnt á ráðstefnunni.

Hér er skráning á vefráðstefnuna sem verður haldin 29.september nk. Dagskráin verður birt á næstu dögum á www.samband.is

 


Stafræn sveitarfélög
Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu
Samstarf sveitarfélaga í stafrænni þróun

 

 

Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu