Fara í efni

Líforkuver í Eyjafirði

Markmið verkefnisins er að gera kostnaðar- og rekstraráætlun fyrir líforkuver á Dysnesi í Hörgársveit.

Fyrir liggur frumhagkvæmnimat á líforkuveri í Eyjafirði sem unnið var af SSNE, Vistorku og ráðgjöfum fyrir hönd sveitarfélaganna innan SSNE. Helstu niðurstöður skýrslunnar hafa verið kynntar á fundi sem haldinn var í Hofi 1. nóvember 2022 og fyrir sveitarstjórnum á fundum í janúar 2023. Niðurstöður frumhagkvæmnimatsins gefa tilefni til þess að grundvöllur verkefnisins verður kannaður frekar.

Upphæð: 7.500.000.- 

Verkefnastjóri er Kristín Helga Schiöth, starfsmaður SSNE.

Staða verkefnis: Langt komið.

Búið er að reikna út nokkuð nákvæmt magn lífræns úrgangs sem gera þarf ráð fyrir að verið taki við, setja upp kostnaðaráætlun, leita til finnskra sérfræðinga í uppsetningu 'rendering-plants', gera tímaáætlun, kostnaðarplan og útlitshönnun. Staða verkefnis kynnt fyrir sveitarstjórnum í byrjun júní 2023. Þróunarfélag um líforkuver stofnað í kjölfarið.