Fara í efni

Uppspretta - spretthópar í umhverfis- og loftslagsmálum

Meginmarkmið verkefnisins er að styðja við sveitarfélög svæðisins í umhverfis- og loftslagsmálum og koma tillögum að aðgerðum úr fyrra áhersluverkefni í framkvæmd.

Verkefnið byggir á fyrra áhersluverkefni, Spretthópar í umhverfis- og loftslagsmálum, þar sem verkefnastjóri fundaði með sérfræðingum og mótaði tillögur að aðgerðum fyrir svæðið. Spretthóparnir ná yfir svið hringrásarhagkerfis, landnýtingar, náttúruverndar í byggðaþróun og aðlögunar gegn loftslagsbreytingum. Þeir takast því á við allar helstu áskoranir sem blasa við landshlutanum í umhverfis- og loftslagsmálum.

Þeim aðgerðum sem spruttu upp úr fyrra áhersluverkefni verður fylgt eftir af verkefnastjóra yfir tveggja ára tímabil. Við forgangsröðun á aðgerðum er tekið tillit til umsagnar sérfræðinga í spretthópunum, áætluð áhrif aðgerðanna og möguleika á samstarfi við og/eða styrkja frá hinu opinbera eða erlendum sjóðum. 

Verkefnastjóri er Kristín Helga Schiöth, starfsmaður SSNE

Upphæð 2024: 15.000.000 kr. 
Upphæð 2023:15.000.000 kr. 
Upphæð 2022: 15.000.000 kr. 

Staða verkefnis: 

Hafið: Meðal þeirra verkefna sem þegar eru komin í framkvæmd og byggja á tillögum spretthópanna eru Græn skref SSNE sem öll sveitarfélög á svæðinu taka þátt í, undirbúningur loftslagsstefnu fyrir starfssvæðið og hringrásarverkefni - sérlega tengd uppbyggingu líforkugarðanna á Dysnesi.