Fara í efni

Glæðum Grímsey

Verkefnið í Grímsey hófst árið 2015 og verkefnisstjóri hóf störf í nóvember sama ár. Íbúaþing var haldið í Múla í Grímsey í byrjun maí 2016 og út frá niðurstöðum þess var unnin framtíðarsýn og markmið fyrir verkefnið. Þar völdu Grímseyingar líka nafn verkefnisins; Glæðum Grímsey.

Drög að stefnumótun kynnt fyrir íbúum á vel sóttum fundi í lok árs 2016. Verkefnið byggir í grunninn á þremur meginmarkmiðum og undir þeim eru svo skilgreind 34 tímasett starfsmarkmið.

Meginmarkmiðin eru:

  • Sterkur grunnatvinnuvegur
  • Þróttmikið og samheldið samfélag
  • Einstakur staður

Verkefnisstjóri er Karen Nótt Halldórsdóttir (karen@ssne.is)

Í verkefnisstjórn sitja:

  • Kristján Þ. Halldórsson – Byggðastofnun
  • Helga Harðardóttir - Byggðastofnun
  • Halla Björk Reynisdóttir – Akureyrarkaupstaður
  • Gunnar Gíslason – SSNE
  • Rebekka Kristín Garðarsdóttir – SSNE
  • Guðrún Inga Hannesdóttir – Fulltrúi íbúa
  • Jóhannes Henningsson – Fulltrúi íbúa

Verkefnastyrkir

Veittir eru verkefnastyrkir og stuðningur á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á þeim svæðum sem taka þátt. Hér á síðunni má finna tengla á umsóknargögn og ítarupplýsingar um verkefnið.

Sem hluti af aðgerðum vegna veirufaraldurs hefur Alþingi samþykkt að veita aukalega 100 m.kr. til brothættra byggða á árinu 2020. Fyrir okkur þýðir þetta að fjármagn í styrktarsjóð (Frumkvæðissjóð - þessi "venjulegi") Glæðum Grímsey eykst um 8,5 milljónir og verður þ.a.l. 13,5 m. í allt. Öndvegissjóður Brothættra byggða er svo samkeppnissjóður þar sem vissar umsóknir í Frumkvæðissjóð (að hámarki tvær úr hverju byggðarlagi) gætu verið valdar til þess að fara fyrir sérstaka úthlutunarnefnd. Í ljósi þessara breytinga hefur umsóknarferstur í Frumkvæðissjóð (Glæðum Grímsey) verið framlengdur til 15. maí 2020.