Fara í efni

Glæðum Grímsey



Úthlutað hefur verið úr Frumkvæðissjóði Glæðum Grímsey fyrir árið 2021 - 2022.

Hér má lesa um þau verkefni sem hlutu styrk úr Frumkvæðissjóði Glæðum Grímsey

Grímsey liggur á heimskautsbaug, 41 km frá norðurströnd landsins. Hún er 5,3 ferkílómetrar að flatarmáli og 5,5 km að lengd. Eyjan er mynduð úr blágrýti og hallar frá austri til vesturs. Bjargbrúnin er hæst 105 m yfir sjó, á austanverðri eynni. Byggðin er vestan til þar sem eyjan er lægri. Grímseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarkaupstað árið 2009.

Um Glæðum Grímsey

Verkefnið í Grímsey hófst árið 2015 og hóf verkefnisstjóri störf í nóvember sama ár. Íbúaþing var haldið í Múla í Grímsey í byrjun maí 2016 og út frá niðurstöðum þess var unnin framtíðarsýn og markmið fyrir verkefnið. Þar völdu Grímseyingar líka nafn verkefnisins, þ.e. Glæðum Grímsey. Drög að stefnumótun kynnt fyrir íbúum á vel sóttum fundi í lok árs 2016. Verkefnið byggir í grunninn á þremur meginmarkmiðum og undir þeim eru svo skilgreind 34 tímasett starfsmarkmið.

Á íbúafundi í Grímsey í júlí 2021 greindi Halla Björk Reynisdóttir, formaður verkefnisstjórnar og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá ákvörðun um framlengingu verkefnisins til loka árs 2022, í kjölfar samtals fulltrúa Akureyrarbæjar við stjórnvöld og samþykktar ríkisstjórnar þar að lútandi. Nánar var farið yfir helsta árangur verkefnisins til þessa og áherslur næstu mánaða. Í framhaldi af því var gerð grein fyrir stöðu markmiða í verkefnisáætlun og að því loknu skiptu íbúar sér í hópa til að ræða áherslur í vinnu næstu missera í framlengdu verkefni. Byggðastofnun mun leggja verkefninu til fjármuni úr Brothættum byggðum líkt og verið hefur undanfarin ár til verkefnisstjórnunar og til að styrkja framfaraverkefni, auk þess sem Akureyrarbær og SSNE leggja verkefninu lið og annast umsýslu þess ásamt Byggðastofnun. Þáttur íbúa í Grímsey við að styrkja samfélagið með ýmsum framfaraverkefnum og dugnaði sínum vegur þó þyngst í verkefninu.

Verkefnisstjóri Glæðum Grímsey er Arna Björg Bjarnadóttir (arna@ssne.is).

Meginmarkmið Glæðum Grímsey eru:

Hvað er Frumkvæðissjóður ? 

  • Veittir eru verkefnastyrkir og stuðningur á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á þeim svæðum sem taka þátt.
  • Verkefni þurfa að styðja við markmið og framtíðarsýn í verkefninu Brothættar byggðir í viðkomandi byggðarlagi.
  • Ekki er gerð krafa um mótframlag en jafnan er það talið verkefnum til framdráttar ef þau laða fram krafta þátttakenda í samræmi við þá hugsun sem liggur til grundvallar verkefninu Brothættar byggðir. Enn fremur styrkir það verkefni ef þau leiða til samstarfs aðila innan héraðs og/eða til samstarfs við aðila utan héraðs. 

Hvernig verkefni eru styrkhæf ? 

Styrkir eru veittir í eftirfarandi flokkum:

 - Verkefna- og stofnstyrkir á sviði atvinnu- og nýsköpunar
 - Verkefnastyrkir á sviði samfélagseflingar

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel og styrkja þannig umsóknir sínar:

  1. Markmið og framtíðarsýn Glæðum Grímsey.
  2. Verklags- og úthlutunarreglur til frumkvæðisverkefna.
  3. Viðmið við mat umsókna
  • Sjóðurinn er opinn einstaklingum, félögum og öðrum lögaðilum óháð búsetu uppfylli umsókn skilyrði sjóðsins og úthlutunarreglur. 

Verkefnisstjóri Glæðum Grímsey, Arna Björg Bjarnadóttir býður upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf varðandi umsóknarskrif. Hægt er að senda henni tölvupóst eða hringja í síma 464 5405 / 896 2339. Einnig er hún með viðveru á skrifstofu SSNE, Hafnarstræti 91, Akureyri (3.hæð).

Hvar sæki ég um og hvenær er úthlutað ? 

  • Umsóknir skulu berast til verkefnisstjóra Glæðum Grímseyjar á arna@ssne.is
  • Umsóknareyðublað má finna hér.
  • Umsóknarfrestur var til 24. nóvember 2021.
  • Úthlutun fer fram í byrjun árs 2022.

Verkefnisstjórn

Hlutverk verkefnisstjórnar er að vinna að framgangi verkefnisins Glæðum Grímsey. Auk þess metur hún umsóknir sem berast í Frumkvæðissjóð  og úthlutar styrkjum á grundvelli faglegs mats og í takt við markmið  verkefnisins Glæðum Grímsey. Í verkefnisstjórn Glæðum Grímsey sitja tveir fulltrúar frá sveitarfélagi, tveir frá Byggðastofnun, tveir frá íbúum og einn frá SSNE. Með stjórn starfar verkefnisstjóri í 50% starfi. Hann er með starfsaðstöðu á skrifsstofu SSNE á Akureyri, en sækir Grímsey reglulega heim, eða eins og fjárheimild gefur tilefni til. Frá haustinu 2021 fundar verkefnisstjórn á mánaðarfresti.

Halla Björk Reynisdóttir – formaður verkefnisstjórnar, Akureyrarbær
Gunnar Gíslason - Akureyrarbær
Kristján Þ. Halldórsson – Byggðastofnun
Helga Harðardóttir - Byggðastofnun
Jóhannes Henningsson – Fulltrúi íbúa
Karen Nótt Halldórsdóttir - Fulltrúi íbúa
Anna Lind Björnsdóttir - SSNE

Nýr verkefnisstjóri var ráðinn í byrjun ágúst 2021, sem er Arna Björg Bjarnadóttir.

Hvernig er ferlið ef verkefnið mitt hlýtur styrk ? 

Ef stiklað er á stóru er ferlið eftirfarandi:

  1. Gerður er skriflegur samningur við styrkþega.
  2. Greiðslur styrkja inntar af hendi skv. samningi.
  3. Verkefni skal að jafnaði lokið fyrir árslok 2022.
  4. Framvindu og/eða lokaskýrslu skal skilað skv. samning og eru forsendur fyrir greiðslu styrks.

Athugið að ef verkefni er ekki unnið í samræmi við samning ber styrkhafa að endurgreiða styrkinn að fullu eða hluta eftir atvikum.

Fyrri úthlutnir

Hér fyrir neðan er yfirlit styrktra verkefna í Brothættum byggðum (Glæðum Grímsey).

Styrkt verkefni árið 2020

  • Markaðssetning í skugga Covid 2020
  • Hurðaskipti á gistiheimilinu Básum
  • Útgáfa bókarinnar: Grímsey - Undraeyja norðursins
  • Vörulína fyrir Grímsey
  • Miðstöð ferðamála í Grímsey
  • Umhirða óræktar í Grímsey
  • Endurbætur á Gullsól
  • Rafrænn snjallratleikur
  • Þjónusta við ferðamenn í Grímsey
  • Hausthátíð

Nánar um eldri úthlutanir má finna hér.