Fara í efni

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi

Öll sveitarfélög innan SSNE og SSNV hafa staðfest svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036. þ.e. Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, og Sveitarfélagið Skagafjörður, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Tjörneshreppur og Langanesbyggð, hafa gert sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Með staðfestingu sveitastjórna hefur svæðisáætlun tekið gildi.

Vinna við svæðisáætlun var hluti af vinnu sveitarfélaganna við aðlögun að nýrri löggjöf og um leið uppfærsla á  svæðisáætlun sem gildi frá 2015-2026. Haldinn var stefnumarkandi fundur með kjörnum fulltrúum, starfsfólki sveitarfélaganna og öðrum áhugasömum þann 25. apríl 2022 og var sú vinna nýtt við gerð svæðisáætlunar. Einnig voru drög að svæðisáætlun kynnt fyrir öllum sveitarstjórnum og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir áður en tillaga að svæðisáætlun var lögð fram til almennrar kynningar.

Nú hefur hafist vinna við að mæta þeim markmiðum sem lögð eru fram í svæðisáætlun og vonumst við eftir góðu samstarfi sveitarfélaga, fyrirtækja og íbúa við að ná þeim markmiðum fyrir 2036 og helst auðvitað fyrr.

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036

Stöðugreining úrgangsmála - vor 2022