Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Frá ársþingi SSNE 2023

Stjórn SSNE framvegis skipuð fulltrúum allra aðildarsveitarfélaga

Tillaga þess efnis að hvert aðildasveitarfélag SSNE skipi einn fulltrúa í stjórn samtakanna, nema Akureyrarbær sem skipar tvo, var samþykkt samhljóða á ársþingi SSNE í dag. Aðildarsveitarfélög SSNE eru 10 talsins og hingað til hafa 6 þeirra skipað fulltrúa í stjórn.

Ársþing SSNE hefst í dag

Ársþing SSNE fer fram á Siglufirði í dag og á morgun, í Bláa húsinu. Þing SSNE fara með æðsta vald landshlutasamtakanna og er skipað fulltrúum aðildarsveitarfélaganna. Þingum SSNE er ætlað að tryggja lýðræðislega aðkomu allra aðildarsveitarfélaga að málefnum SSNE, vera vettvangur ákvarðanatöku um mikilsháttar málefni þeim og stjórn til leiðbeiningar í veigamiklum málum. Auk hefðbundinna þingstarfa mun innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ávarpa þingið, auk Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns og Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Tveimur sveitarfélögum á Norðurlandi eystra boðin þátttaka í tilraunaverkefni

Fimm sveitarfélög taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að aðstoða íslensk sveitarfélög í þeirri vinnu sem fram undan er við að greina áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga og móta aðgerðir til aðlögunar. Þannig verði sveitarfélögum færðir skýrari ferlar og aðferðir sem gera þeim kleift að búa sig undir möguleg áhrif loftslagsbreytinga á innviði, atvinnugreinar, efnahag og samfélög. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akureyrarbær, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjallabyggð, Reykhólahreppur og Reykjanesbær.

Vel heppnað málþing um Eflingu byggðar á Norðausturhorninu

Þann 3. apríl héldu SSNE og Austurbrú málþing á Þórshöfn undir merkjum Eflingar byggðar á Norðausturhorninu - orka - náttúra - ferðaþjónusta, en málþingið var styrkt af Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Málþingið var þrískipt eftir málefnum: Norðausturhornið og hringrás ferðamanna um Austur- og Norðurland; Orkumál og atvinnuþróun; og Hagræn tengsl náttúruverndar og byggðaþróunar.
Getum við bætt síðuna?