Fara í efni

Stjórn SSNE framvegis skipuð fulltrúum allra aðildarsveitarfélaga

Frá ársþingi SSNE 2023
Frá ársþingi SSNE 2023

Stjórn SSNE framvegis skipuð fulltrúum allra aðildarsveitarfélaga

Tillaga þess efnis að hvert aðildasveitarfélag SSNE skipi einn fulltrúa í stjórn samtakanna, nema Akureyrarbær sem skipar tvo, var samþykkt samhljóða á ársþingi SSNE í dag. Aðildarsveitarfélög SSNE eru 10 talsins og hingað til hafa 6 þeirra skipað fulltrúa í stjórn.

Nú verður breyting þar á þar sem öll aðildarsveitarfélögin munu eiga fulltrúa í stjórn og hafa þannig tækifæri á að hafa áhrif á störf þess mikilvæga samstarfsvettvangs sem SSNE er. Stjórn er áfram skipuð til fjögurra ára í senn.

Núverandi stjórn SSNE er skipuð fulltrúum frá Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, Grýtubakkahreppi, Norðurþingi og Langanesbyggð. Með þessari breytingu munu fulltrúar frá Fjallabyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit og Hörgárbyggð bætast í stjórn SSNE.

Ætla má að þessi breyting muni styrkja starf SSNE enn frekar og tryggja að raddir allra aðildarsveitarfélaga heyrist jafnt innan vettvangs samtakanna.

Getum við bætt síðuna?