Fara í efni
Umsóknarfrestur: Styrkir til tónleikahalds í Hörpu 2022

Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns auglýsir eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu árið 2022.

Umsóknarfrestur er til kl 23:59, mánudaginn 22. nóvember 2021. 

Til hvers ? Tilgangur styrkjanna er að stuðla að eflingu íslensks tónlistarlífs með því að veita tónlistarfólki styrki til tónleikahalds í tónlistarhúsinu Hörpu. Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja ungt og framúrskarandi tónlistarfólk.

Fyrir hverja? Umsækjendur geta verið m.a. einstaklingar, tónlistarhópar, tónlistarhátíðir, hljómsveitir og félagasamtök.

Sjóðurinn leggur áherslu á eftirfarandi atriði við mat umsókna.

  • Að verkefnið nýti þá möguleika sem Harpa býður upp á.
  • Að verkefnið sé vandað og metnaðarfullt.

    Umsækjandi ber fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og er heimilt að sækja um aðra styrki. Umsókninni skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, fjárhagsáætlun svo og upplýsingum um skipuleggjendur og flytjendur

Úthlutað verður í desember 2021.

Nánar á heimasíðu sjóðsins.

  

Umsóknarfrestur: Styrkir til tónleikahalds í Hörpu 2022