Fara í efni
Aðlögun sveitarfélaga að loftlagsbreytingum - fræðslufundur Akureyri

Á fræðslufundinum munu sérfræðingar Veðurstofu Íslands kynna glóðvolgar niðurstöður vísindanefndar um loftslagsbreytingar hvað varðar umfang og áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi, hvaða leiðir sveitarfélög og aðrir sem koma að stefnumótun til framtíðar geti búið sig undir breyttan heim. Fundurinn samanstendur af fræðsluerindum og vinnustofum þar sem upplýsingar verða yfirfærðar á nærumhverfi þátttakenda.

Á fundinum gefst fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga og öðrum áhugasömum tækifæri til þess að nálgast mikilvægar upplýsingar um áhrif loftslagsbreytinga og mikilvægi þess að taka tillit til þeirra í stefnumótun og ákvarðanatöku til framtíðar.

Ljóst er að loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Veðurfar og náttúruaðstæður á landinu, og í hafinu umhverfis það, verða í lok aldarinnar án fordæma frá upphafi byggðar á Íslandi.

Samfélög eru ekki aðeins berskjölduð gagnvart beinni loftslagsvá svo sem skriðuföllum, flóðum og þurrkum heldur einnig óbeinni vá sem getur meðal annars haft áhrif á aðfangakeðjur og fæðuöryggi, samfélag og heilbrigðiskerfi.

Mikilvægt er að þeir sem vinna að skipulagi og stefnumótun hafi greinargóðar upplýsingar, þekkingu og viðeigandi tæki og tól til þess að taka ákvarðanir með breytta framtíð í huga.

Fyrirkomulag: fjar fjundur á Teams.
Markhópur: Kjörnir fulltrúar sveitarfélaga, yfirstjórn og starfsfólk í veitum og umhverfis- og skipulagsmálum.
Tímasetning: 24. mars kl. 13:00-14:00

Leiðbeinendur: Anna Hulda Ólafsdóttir og Theódóra Matthíasdóttir sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands

Skráning

Símey:  https://www.simey.is/is/moya/inna/adlogun-sveitarfelaga-ad-loftlagsbreytingum 

Frekari upplýsingar varðandi LOFTUM námskeið veita:

Kristín Björk – 460-5724 – kristin@simey.is
Ingunn Helga – 460-5727 – ingunn@simey.is
Hilmar Valur – 464-5100 – hilmar@hac.is

Aðlögun sveitarfélaga að loftlagsbreytingum - fræðslufundur Akureyri