Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Stjórn félagsins ásamt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra og Kristínu Helgu Schiöth, framkvæmdastjóra.

Matvælaráðherra opnar heimasíðu Líforkuvers ehf.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, opnaði í gær nýja heimasíðu Líforkuvers ehf.

Vinnuaðstaða í boði fyrir frumkvöðla á Akureyri

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu? AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ. Vinnuaðstaðan er í húsnæði AkureyrarAkademíunnar, Sunnuhlíð 12, Akureyri, og er án endurgjalds og hugsuð sem styrkur til viðkomandi verkefna. Tímabil sem auglýst er til úthlutunar eru sex mánuðir frá 1. september 2024 og til 28. febrúar 2025. Umsóknir um heil tímabil hafa að öðru jöfnu forgang en heimilt er að úthluta vinnuaðstöðu til skemmri tíma. Verklagsreglur um stuðninginn má finna hér. Við mat á umsóknum er m.a. tekið mið af eftirfarandi þáttum: Nýsköpunargildi verkefnis. Verkefnið sé í þróun, eiginleg starfsemi ekki hafin og að það sé ekki í samkeppni við starfsemi sem fyrir er á markaði. Verkefnið falli vel að starfsemi AkureyrarAkademíunnar. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024. Nánari upplýsingar er að fá hjá AkureyrarAkademíunni í síma 833-9861 og á netfanginu akak@akak.is Umsóknir eru sendar á netfang AkureyrarAkademíunnar. Í umsókn gerir umsækjandi grein fyrir því verkefni sem ætlunin er að vinna að, sem og að veita upplýsingar um bakgrunn sinn og feril.

Ný skýrsla um kolefnisspor Norðurlands eystra

Skýrslan sýnir losun frá öllum sveitarfélögum í SSNE og helstu tækifæri landshlutans.

Skrifstofur SSNE loka vegna sumarleyfa

Skrifstofur SSNE verða lokaðar frá 15. júlí og fram yfir Verslunarmannahelgi.

Eingreiðsla vegna umhverfisvænnar orkuöflunar

Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar var opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr beinni rafhitun eða olíukyndingu. Hægt er að minnka rafhitun með ýmsu móti, m.a. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv.
Ingimar Ingimarsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, tekur á móti viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið frá Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, verkefnastjóra SSNE.

Þingeyjarsveit tekur sitt fyrsta Græna skref

Grænum skrefum SSNE heldur áfram að fjölga og í síðustu viku tók Skrifstofa Þingeyjarsveitar við viðurkenningu fyrir að hafa stigið sitt fyrsta Græna skref af fimm.

Pistill framkvæmdastjóra - Júní

Júnímánuður hefur verið óvenju annasamur í ár hjá SSNE og auðvitað fjölmargar jákvæðar fréttir af atvinnu- og menningarlífi landshlutans sem er ánægjulegt.

Vilt þú hafa áhrif á nýja Sóknaráætlun?

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vinnustofur í tengslum við gerð nýrrar Sóknaráætlunar fyrir Norðurland eystra.
Fjölbreyttur hópur í pallborði um tækifæri og áskoranir í kvikmynda- og dagskrárgerð á landsbyggðum

Næsti kafli dagskrárgerðar á Íslandi - opið málþing

Samhliða opnun Lilju Alfreðsdóttur ráðherra á nýju myndveri á Húsavík verður opið málþing um stöðu dagskrárgerðar í landsbyggðum.

Framtíðarsýn Langanesbyggðar um uppbyggingu við Finnafjörð

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum 20. júní stefnumörkun um uppbyggingu við Finnafjörð þar sem fram kemur framtíðarsýn sveitarfélagsins, sem og markmið og leiðir að þeim. Í stefnunni lýsir sveitarstjórn Langanesbyggðar yfir eindregnum vilja til að vinna áfram að framgangi Finnafjarðarverkefnisins og tekur m.a. jákvætt í þær hugmyndir sem hafa verið uppi um uppbyggingu rafeldsneytisiðnaðar og landeldis í Finnafirði.
Getum við bætt síðuna?