Fara í efni

Ný tengsl og Gulleggið

Viðburðirnir fóru fram í Drift EA og Hraðinu í samstarfi við SSNE
Viðburðirnir fóru fram í Drift EA og Hraðinu í samstarfi við SSNE

Ný tengsl og Gulleggið

Eitt af mikilvægum hlutverkum SSNE er að skapa vettvang fyrir verðandi og núverandi frumkvöðla sem og styðja við nýskapandi þróun í starfandi fyrirtækjum. Með því móti eflum við litróf atvinnulífs og -tækifæra í landshlutanum.

Á höfuðborgarsvæðinu eru starfandi ýmsar þjónustustoðir sem hafa það að leiðarljósi að efla nýsköpun um allt land. Í gær sóttu fjórar slíkar landshlutann heim, til að kynnast starfsemi og aðstöðu á Drift EA á Akureyri, SSNE og Hraðsins miðstöðvar nýsköpunar á Húsavík.

Fulltrúar þeirra buðu jafnframt upp á kynningarfundi fyrir forvitna, frumkvöðla, sprota og starfandi tækifæri í samstarfi við SSNE, Hraðið og Drift EA. Voru fundirnir vel sóttir og spennandi að sjá hvaða innblástur þeir veittu til verkefna, sem og samstarfs lykilaðila í vistkerfi nýsköpunar.

Á komandi dögum fer af stað Gulleggið sem Klak heldur utan um. Masterclass Gulleggsins er opinn öllum, óháð staðsetningu, sem og því hvort þátttakendur séu með fullmótaða hugmynd eða ekki. Þetta er opið og ókeypis námskeið þar sem þátttakendur fá aðstoð við að móta hugmyndir sínar, greina viðskiptatækifæri og útbúa kynningu. Flottur stökkpallur sem við hvetjum ykkur til að nýta! Opið er fyrir skráningu til miðnættis 29. janúar.

Í þessu samhengi er vert að vekja athygli á ókeypis ráðgjöf SSNE og þeirri þjónustu sem bæði Drift EA og Hraðið veita til verðandi og núverandi frumkvöðla sem og styðja við nýskapandi þróun í starfandi fyrirtækjum.

Getum við bætt síðuna?