Umsóknarfrestur: Gulleggið
Gulleggið er frumkvöðlakeppni KLAK - Icelandic Startups og er vettvangur fyrir frumkvöðla til að þróa viðskiptahugmyndir sínar og koma þeim á framfæri.
Masterclass Gulleggsins er opinn öllum, óháð staðsetningu, sem og því hvort þátttakendur séu með fullmótaða hugmynd eða ekki. Þetta er opið og ókeypis námskeið þar sem þátttakendur fá aðstoð við að móta hugmyndir sínar, greina viðskiptatækifæri og útbúa kynningu.
Ert þú með 2.000.000 kr hugmynd?
- Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af KLAK – Icelandic Startups árlega síðan 2008, samtals 18 sinnum.
- Keppt er um 2.000.000kr verðlaunafé fyrir fyrsta sætið!
- Dagskrá Gulleggsins telur meðal annars:
- Masterclass, opin fyrir öll
- 10 teymi eru valin í Lokakeppni Gulleggsins
- Gulleggið hefur verið stökkpallur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki eins og Controlant, Meniga, PayAnalytics, Genki, Taktikal
- Þátttaka í keppninni er öllum að kostnaðarlausu, og ekki er nauðsynlegt að vera með hugmynd við skráningu.
Ef þú ert með hugmynd, ert skapandi eða hefur áhuga á nýsköpun þá er Gulleggið fyrir þig!
Frekari upplýsingar má finna á www.gulleggid.is.
Ef spurningar vakna má hafa samband á netfangið gulleggid@klak.is.
/