Fara í efni

Menning og skapandi greinar - Samstarf og sókn

Skapandi hugur og atvinna sameinast í Mývatnssveit
Skapandi hugur og atvinna sameinast í Mývatnssveit

Menning og skapandi greinar - Samstarf og sókn

Fyrsti fundur menningarfulltrúa sveitarfélaga innan SSNE var haldinn rafrænt 10. apríl. Öll sveitarfélög á starfssvæði hafa skipað fulltrúa í hópinn og ljóst er að mikill mannuður með fjölbreytta reynslu og menntun kemur að menningarmálum. Jafnframt vakti mikla athygli hversu ólíka starfstitla fólk bar, með mismikla áherslu á menningu.

Tilgangur fundarraðarinnar er að búa til vettvang til að auka samstarf og sóknarstyrk menningar og skapandi greina í landshlutanum. Að búa til samstarfshóp fyrir starfsfólk sveitarfélaga, sem í fæstum tilfellum er með samstarfsfólk á sama sviði og sinnir gjarnan mörgum málaflokkum. 

Samkvæmt niðurstöðum íbúakannana þykir ljóst að málaflokkurinn er mikilvægur fyrir vellíðan og búfestu, en menningar- og viðskiptaráðuneytið vinnur nú að skýrslu þar sem sýnt er fram á í hagtölum hversu mikið hreyfiafl skapandi greinar og menning er fyrir efnahag í landinu. Á meðal niðurstaða má nefna

    • að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð í gegnum endurgreiðslukerfið var ávinningur fyrir íslenskt efnahagslíf 6,8 krónur miðað við bein, óbein og afleidd áhrif
    • að menning og skapandi greinar er ekki langt frá sjávarútvegi sem hlutfall af landsframleiðslu
    • að virðisauki menningar og skapandi greina er svipað hár og tekjuskattur allra fyrirtækja í landinu

       

En á meðan að beðið er eftir útgáfu skýrslunar er tilvalið að horfa á kynningu á fyrstu niðurstöðum Ágústs Ólafs Ágústssonar hagfræðings og lögfræðings,  Hagræn áhrif menningar og skapandi greina  frá málþinginu Innblástur og framfarir, á vegum Rannsóknarseturs skapandi greina.

 Hér er tilefni til að ljúka umfjöllun með dæmi af einu af mörgum góðum menningarverkefnum sem hafa orðið til í landshlutanum og gefið af sér til framtíðar:

Menning er ein af þremur stoðum núverandi Sóknaráætlunar landshlutans með það markmið að efla fjölbreytta atvinnu, búfestu og mannlíf, sjá bls. 16-20. Á næstu vikum og mánuðum fer fram endurskoðun á málaflokkum og markmiðum vegna sóknaráætlunar sem mun gilda fyrir landshlutann 2025-2029. Flokkarnir og markmiðin leggja grunn að starfssemi SSNE sem og hvers konar verkefni hljóta styrk úr uppbyggingarsjóði landshlutans. SSNE hvetur öll áhugasöm um hvaða áherslur verði fyrir valinu að skrá sig á lista samráðsvettvangs og taka þátt í samtalinu.

Getum við bætt síðuna?