Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Smári Jónas Lúðvíksson

Nýr verkefnastjóri umhverfismála á Húsavík

Smári Jónas Lúðvíksson hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá SSNE með sérstaka áherslu á umhverfismál. Smári hóf störf þann 3. janúar sl. og er með starfsstöð á Húsavík.

Opið fyrir umsóknir í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins um þróunarsamvinnu

Utanríkisráðuneytið vekur athygli á því að nú er hægt að sækja um í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs (áður Samstarfssjóður atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna).

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ratsjána fyrir árið 2022.

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á Íslandi.

Síðasta fréttabréf ársins 2021 er komið út

Sannkallað hátíðareintak þar sem formaður samtakanna er með áhugaverðan pistil og framkvæmdastjóri fer yfir liðið ár. Auk þessa efnis er þetta helst í deiglunni í þessu 23. tölublaði fréttabréfs SSNE:

Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

Opið er fyrir tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna 2022 til 7.janúar nk.
Ljósmynd: Vitafélagið

Handverkshefð á Húsavík á lista UNESCO

Gleðilegar fréttir bárust þann 14. desember síðastliðinn þegar Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, samþykkti að skrá norræna súðbyrðinginn, þ.e.a.s. smíði hans og notkun, sem óáþreifanlegan menningararf mannkynsins. Norðurlöndin stóðu saman að tilnefningunni til UNESCO, þar með talið Menningarmiðstöð Þingeyinga og Vitafélagið. Meirihluti bátanna í bátasafninu á Húsavík eru einmitt fulltrúar þessarar tvö þúsund ára gömlu handverskhefðar á Norðurlöndum.
Getum við bætt síðuna?