Fara í efni

Fundargerð – Stjórn Eyþings – 325. fundur – 25. september 2019

25.09.2019

Fundur haldinn miðvikudaginn 25. september 2019 í zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl: 13:00. Fundi slitið kl. 15:30.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Stefánsdóttir, Helgi Héðinsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Elías Pétursson, Kristján Þór Magnússon, Axel Grettisson sem mætti á fundinn kl. 13:50 og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Úrsögn Tjörneshrepps úr Eyþingi.

Formaður fer yfir bréf, frá 12. september sl., þar sem hreppsnefnd óskar eftir því við stjórn að úrsögn Tjörneshrepps úr Eyþingi taki gildi 1. janúar 2020.

Erindið er móttekið og mun úrsögnin taka gildi 1. janúar 2021. Stjórn bendir á 1. gr. VII kafla í lögum og samþykktum Eyþings þar sem fjallað er um úrsögn og slit:

  • Kjósi sveitarfélag að hætta þáttöku í Eyþingi skal tilkynna stjórninni það skriflega eigi síðar en sex mánuðum áður en nýtt reikningsár hefst. Verður úrsögnin þó ekki virk fyrr en við næstu áramót á eftir.

2.     Vinna við gerð nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.

Formaður segir frá stórfundi um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024, sem haldinn var í Hofi 19. september sl. Þá fer formaður einnig yfir þá vinnu sem framundan er vegna gerðar nýrrar sóknaráætlunar.

Formaður fór yfir helstu niðurstöður fundarins.

3.     Fjarfundur með stjórn SSA um breytingu á akstursleið milli Egilsstaða og Akureyrar 20. september 2019.

Formaður Eyþings fer yfir fund með formanni og framkvæmdastjóra SSA frá 20. september sl.

Lagt fram til kynningar.

4.     Kjördæmavika - 30. september 2019.

Fyrir liggur heimsókn þingmanna kjördæmisins til Akureyrar, Húsavíkur og í Mývatnssveit mánudaginn 30. september nk.

Lagt fram til kynningar.

5.     Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna 2. október 2019.

Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna verður haldinn miðvikudagskvöldið 2. október á Hilton Reykjavík Nordica.

Formaður og framkvæmdastjóri sitja fundinn fyrir hönd Eyþings.

6.     Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2. október 2019.

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 2. október á Hilton Reykjavík Nordica.

Formaður og framkvæmdastjóri sitja fundinn fyrir hönd Eyþings.

7.     Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 3.-.4. október 2019.

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 3. október og föstudaginn 4. október á Hilton Reykjavík Nordica.

Formaður situr fundinn fyrir hönd Eyþings.

8.     Sameiginlegt Gagnatorg fyrir landshlutasamtök sveitarfélaga.

Formaður fer yfir verkefnistillögu og verðtilboð frá Capacent við hönnun og smíði á sameiginlegu Gagnatorgi fyrir landshlutasamtökin.

Málið verður tekið upp á fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna sem haldinn verður 2. október nk.

9.     Undirbúningur fyrir aðalfund Eyþings 15.-16. nóvember 2019.

Formaður fer yfir þá vinnu sem framundan er vegna aðalfundar Eyþings sem haldinn verður á Dalvík 15.-16. nóvember nk.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að undirbúa aðalfund.

10.    Endurskipulagning Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Formaður fer, fyrir hönd stýrihóps um endurskipulagningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, yfir stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.

11.    Efni til kynningar.

a)      58. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 29 ágúst 2019.

b)      59. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 12. september 2019.

c)      Fundargerð 47. fundar stjórnar SSNV frá 3. september 2019.

d)      Fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2019.

e)      Bréf um samstarf sveitarfélaga  um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna frá 5. september 2019.

f)       Glugginn – Fréttabréf Íbúðalánasjóðs 2. tbl. 2019 frá 30. ágúst 2019.

g)      Bréf um árlegan minningardag Sameinuðu þjóðanna um þá sem hafa látist í slysum frá 27. ágúst 2019.

h)      Ársskýrsla Persónuverndar frá 11. september 2019.

i)       Tölvupóstur um reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga frá 3. september 2019.

12.    Frá nefndasviði Alþingis.

Umsögn um frumvarp til laga um fjárlög 2020, 1. mál.

13.    Önnur mál.

Getum við bætt síðuna?