Fara í efni

Fundargerð – Stjórn Eyþings – 321. fundur – 12. júní 2019

12.06.2019

Fundur haldinn miðvikudaginn 12. júní 2019 í zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl: 14:00. Fundi slitið kl. 16:15 þann daginn. Fundi haldið áfram miðvikudaginn 19. júní kl. 8:00 og lauk þeim fundi kl. 9:30.

Fundinn sátu : Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Stefánsdóttir, Axel Grettisson, Helgi Héðinsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Elías Pétursson, Kristján Þór Magnússon (sat fundinn 19. júní) og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og síðan var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Svar Markaðsstofu Norðurlands við erindi stjórna Eyþings og SSNV.

Formaður og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands rökstyðja svar við erindi stjórna Eyþings og SSNV um áheyrnarfulltrúa til að auka samskipti og upplýsingagjöf. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fer einnig yfir greiningu á tekjum og hugmyndafræði þeirra er varðar áfangastaðastofur.

Stjórn tilnefnir Hildu Jönu Gísladóttur, formann Eyþings, sem áheyrnarfulltrúa í stjórn Markaðsstofu Norðurlands.

2.     Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka.

Formaður fór yfir dagskrá og umræður á fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sem haldinn var 3. júní sl.

3.     Samráðsfundur stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál og landshlutasamtaka sveitarfélaga.

Formaður fór yfir umræður á samráðsfundi stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál og landshlutasamtaka sveitarfélaga sem haldinn var 11. júní sl.

4.     Aukaúthlutun á árinu 2019.

Fyrir liggur fjárhæð til aukaúthlutunar áhersluverkefna á árinu 2019. Stjórn fer yfir umsóknir og tekur ákvörðun um aukaúthlutun.

Stjórn felur framkvæmdastjóra Eyþings að leggja tillögur stjórnar undir ráðuneytið.

5.     Stefnumótandi byggðaáætlun.

Farið yfir rökstuðning valnefndar um verkefni sem fengu styrk í C-1.

Lagt fram til kynningar og sent atvinnuþróunarfélögum til upplýsinga.

6.     Endurskipulagning Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Formaður fer, fyrir hönd stýrihóps um endurskipulagningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, yfir minnisblað Strategíu varðandi verkáætlun næstu vikur og mánuði.

Lagt fram til kynningar.

7.     Starfsmannamál.

Formaður fór yfir stöðu mála.

8.     Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um C14 verkefni, samstarf safna – ábyrgðarsöfn.

Formaður fer yfir bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir afstöðu Eyþings og vilja til að ráðast í gerð fýsileikakönnunar um samstarf og sameiningu safna á sínu svæði.

Stjórn tekur jákvætt í erindið og felur menningarfulltrúa Eyþings að fylgja því eftir.

9.     Efni til kynningar.

a)    Fundargerð 53. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 13. maí 2019.

b)    Fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí 2019.

c)    Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál 19. júní 2019.

d)    55. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 22. maí 2019.

e)    Fundargerð 44. fundar stjórnar SSNV frá 14. maí 2019.

f)     Fréttablað Íbúðalánasjóðs, 1. tbl. 2019.

10.    Önnur mál.

Helgi Héðinsson gerði grein fyrir sameiningarferli Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

Getum við bætt síðuna?