Fara í efni

Fundur 215. stjórnar AFE - 19. mars 2018

19.03.2018

215. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, mánudaginn, 19. mars 2018 kl. 15.00

Fundarmenn:

Stjórnarmenn: Matthías Rögnvaldsson formaður, Steinunn María Sveinsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Þórunn Sif Harðardóttir og Bjarni Th. Bjarnason

Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson, Baldvin Valdemarsson og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð)

Formaður setti fundinn kl. 15.00

1. Undirritun fundargerðar nr. 214

Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda

2. Eyþing

Kynning á fundargerð Eyþings, innviðagreining AFE, AÞ og Eimur var gert að áhersluverkefni Eyþings.

3. Umsögn AFE um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku

Umsögn kynnt sem AFE sendi inn

4. Ársuppgjör ársins 2017

Hagræðing náðist í rekstri á síðasta ári, útleigu hætt og allt utan umhald skrifstofu minnkaði. Hagnaður ársins í samræmi við væntingar.

5. Rekstraráætlun 2018

Reiknað með áframhaldandi jafnvægi í rekstri og hófleg hækkun framlaga.

6. Undirbúningur aðalfundar

Aðalfundur verður haldinn eftir kosningar, tillaga að dagsetningu 21. júní.

Stjórn samþykkir tillögu framkvæmdastjóra um að leggja fram á aðalfundi AFE 3% hækkun framlaga frá sveitarfélögunum. Framkvæmdastjóra falið að kynna það fyrir sveitarstjórnum fyrir aðalfund.

7. Verkefni

Dagur byggingariðnaðarins 14. apríl

Kynningarferð til Akvafuture frestað til hausts.

Lota kynnti nýja skýrslu um orkuskort í Eyjafirði og fundur Byggðastofnunar var vel heppnaður 8. mars sl.

Huga að nýrri heimasíðu

8. Önnur mál

Starfsfólk vék af fundi.

Næsti fundur 30. apríl kl. 15.00

Getum við bætt síðuna?