Fara í efni

244. fundur stjórnar AFE

01.05.2018

244. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

haldinn miðvikudaginn 15. apríl kl. 10:00 og framhaldið fimmtudaginn 16. apríl 2020 kl. 12:00

í fjarfundarbúnaði.

Fundinn sátu:

Katrín Sigurjónsdóttir, stjórnarformaður, Hilda Jana Gísladóttir varaformaður, Ásgeir Örn Blöndal,

Finnur Yngvi Kristinsson og Valtýr Hreiðarsson.

Katrín Sigurjónsdóttir ritaði fundargerð.

Katrín setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Gengið var til eftirfarandi dagskrár:

1. Trúnaðarmál.

Bókað í trúnaðarmálabók

2. Drög að ársreikningi AFE 2019.

Með fundarboði fylgdu drög að ársreikningi AFE 2019. Afkoma félagsins á árinu er góð en beðið er

eftir skýrslu endurskoðanda. Stjórnin leggur til að hagnaður ársins verði færður á óráðstafað eigið fé.

Á aukaaðalfundi AFE þann 18. nóvember 2019 var stjórn AFE falið, þegar ársreikningur 2019 liggur

fyrir, að undirbúa slit félagsins skv. 10. gr. 2. mgr. samþykkta félagsins.

Stjórnin samþykkir að aðalfundur AFE verði boðaður eftir 20. maí. Boða þarf fundinn með fjögurra

vikna fyrirvara.

3. Önnur mál.

Rætt um stöðu atvinnumála hjá hinu nýja sameinaða félagi.

Valtýr leggur fram eftirfarandi bókun:

Sem stjórnarmanni í AFE virðist mér að í þeirri sameiningarvegferð sem lagt var af stað í hafi mikil og

góð áhersla verið lögð á hina ytri umgjörð. Mannauðsmál á breiðum grunni og viðurkenning á

þekkingu og samböndum lykilstarfsmanna sem tengjast atvinnulífinu virðast hins vegar hafa lent í

baksætinu án sýnilegs stefnumótandi vegvísis í þeim málum af hálfu stjórnar hins nýja félags SSNE.

Það skal þó tekið fram að stjórn SSNE mun hafa séð launatöflur framkvæmdastjóra. Án þekkingar og

beinna tengsla við atvinnulífið hefst vegferð nýs félags í erfiðu fari og gæti átt erfitt uppdráttar. Öflug

atvinnustarfsemi er óumdeild undirstaða góðs mannlífs á svæðinu.

Stjórnin samþykkir að óska eftir fundi hið fyrsta með stjórn og framkvæmdastjóra SSNE.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 13:08.

Í ljósi aðstæðna var fundargerðin borin upp og samþykkt á fundinum. Stjórnarmenn senda rafrænt

samþykki og undirrita við næsta hitting.

Getum við bætt síðuna?