Fara í efni
Umsóknarfrestur: Ferðastyrkir Hönnunarsjóðs

Ferðastyrkir Hönnunarsjóðs auka möguleika hönnuða og arkitekta á því að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum eða viðskiptastefnumótum. Hægt er að sækja um ferðastyrk fyrir einn einstakling eða fleiri til sömu ferðar. Veittir verða allt að 15 ferðastyrkir í hverri úthlutun að upphæð 150 þúsund hver. Mælt er með því að umsækjendur ferðastyrkja vegna sama verkefnis/ferðar sæki um sem hópur en ekki hver fyrir sig.

Hver ferðastyrkur sem veittur verður er að upphæð 150.000 kr. Ef um fleiri en einn farþegar er að ræða, er hægt að fjölga farþegum í hverri umsókn og nemur þá styrkhupphæðin 150.000 kr. á hvern farþega, hljóti umsóknin styrk.

Get ég fengið að sjá dæmi um verkefni sem hlotið hafa ferðastyrki?
Þú getur ferðast um veraldarvefinn og fundið allar úthlutanir frá 2013 hér. 

Hvernig sæki ég um?
Umsókn fyrir ferðastyrk skiptist í 4 skref sem lesa má um hér.
Umsóknum skal skilað rafrænt í sérstöku umsóknarformi sem hægt er að nálgast hér.
Mundu að glugga í leiðbeiningarnar og skoða hvað er styrkhæft og hvað ekki.
Áætluð úthlutun er 21. mars 2024.

Hvað með verkefnastyrki, markaðsstyrki og þróunar- og rannsóknarstyrki?
Sjá nánar um hlutverk, markmið og leiðbeiningar fyrir öll svið Hönnunarsjóðs HÉR.

Starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi styrkumsóknir í Hönnunarsjóð. Vinsamlegast hafið samband við sjodur (at) honnunarmidstod.is til að fá nánari upplýsingar.

Finnst þér flókið að skrifa styrkumsókn? Smelltu hér ef þú vilt aðstoð.

Umsóknarfrestur: Ferðastyrkir Hönnunarsjóðs